Rafrænn aðgangur að íbúafundi
Íbúafundur um greiningu sameiningarvalkosta Reykhólahrepps fer fram í grunnskólanum kl. 20 í kvöld. Til stóð að streyma fundinum á Facebooksíðu Reykhólahrepps, en truflanir eru á samfélagsmiðlinum Facebook og því ekki hægt að streyma fundinum þar.
Fundurinn verður þess í stað á Zoom. Hægt er að tengjast með því að fara inn á þessa slóð
https://us02web.zoom.us/j/2747799855
Hægt er að fylgjast með og taka þátt í hvaða snjalltæki sem er. Besta upplifunin fæst ef fylgst er með í tölvu. Gott er að setja Zoom-hugbúnaðinn upp á þá tölvu eða snjalltæki sem þú ætlar að nota.
Zoom fyrir borðtölvur er á síðunni https://zoom.us/download en Zoom-smáforrit fyrir Android snjalltæki eru á Play Store og á App Store fyrir iPhone og iPad.
Einnig er hægt að nota vefviðmót fyrir Zoom (Zoom Web Client).
Aðgætið að hátalarar og hljóðnemi séu tengdir við tölvuna/snjalltækið og virki sem skyldi.