Tenglar

24. maí 2013 | vefstjori@reykholar.is

Ramm-reykhólskur drengur flýtti sér í heiminn

Sólveig Guðmundsdóttir og Sigmundur Magnússon með drenginn sinn litla.
Sólveig Guðmundsdóttir og Sigmundur Magnússon með drenginn sinn litla.
1 af 4

Tveir drengir hafa fæðst í hóp Reykhólabúa í þessum mánuði. Þeir eru frændur og eiga báðir ætt að rekja að Hafrafelli í Reykhólasveit. Foreldrar þess eldri eru að vísu ekki með fasta búsetu á Reykhólum en eru hér með annan fótinn, eins og sagt er, enda rammreykhólskir.

 

Hér koma fyrst myndir af þeim eldri, sem fæddist 3. maí. Foreldrar hans eru Sólveig, dóttir Friðrúnar Höddu Gestsdóttur og Guðmundar H. Sigvaldasonar á Reykhólum, og Sigmundur, sonur Bryndísar Héðinsdóttur og Magnúsar Sigurgeirssonar (Tómassonar) á Reykhólum.

 

Það rétt slapp að fæðingardagur drengsins litla varð sá þriðji en ekki fjórði maí því að hann kom í heiminn fjórum mínútum fyrir miðnætti. Hann var 48 sentimetrar og tólf og hálf mörk að þyngd (3.105 grömm). Ekki nóg með að hann hafi flýtt sér að ná þriðja maí heldur átti hann samkvæmt ritúalinu ekki að sjá dagsins ljós fyrr en tíu dögum síðar.

 

Á morgun verður hér á vefnum greint frá frændanum á Reykhólum sem kom í heiminn 15. maí og skyldleika hans við þrjár stúlkur sem fæddust í hóp Reykhólabúa og Hólmvíkinga núna í vetur. Og nánar frá skyldleikanum við drenginn litla sem hér er sagt frá.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2024 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29