Tenglar

9. desember 2014 |

Ranakofinn í Svefneyjum - elsta hús á Íslandi?

Ranakofinn / Hilmar Þór Björnsson.
Ranakofinn / Hilmar Þór Björnsson.
1 af 2

Fyrirsögn bloggpistils Hilmars Þórs Björnssonar arkitekts á Eyjunni í dag er Ranakofinn í Svefneyjum - elsta hús á Íslandi? Upphafið er á þessa leið: Því var haldið fram þegar ég var í sveit í Svefneyjum á Breiðafirði, að Ranakofinn væri eldra hús en nokkuð annað í Vestureyjum Breiðafjarðar. Sumir töldu reyndar Ranakofann elsta hús á Íslandi. Minjastofnun hefur ekki aldursgreint bygginguna en telur hana vera frá seinni hluta 18. aldar.

 

Hún er sennilega miklu eldri, vegna þess að það hafa verið álög á húsinu um aldir sem segja, að ef þekjan fellur muni ógæfa falla á Svefneyinga. Síðast þegar þekjan féll fórst Svefneyingurinn Eggert Ólafsson skáld og náttúrufræðingur. Það var árið 1768. Síðan hefur kofanum verið haldið við.

 

Pistil Hilmars Þórs um Ranakofann má lesa hér í heild

 

Sjá einnig pistil Hilmars um húsin í Flatey ásamt mörgum vetrarmyndum

 

Hilmar Þór Björnsson, bloggsíða: Arkitektúr, skipulag og staðarprýði

 

Mynd nr. 2 ásamt textanum er úr hinni nýju bók Vestfjarðarit IV, Hjalla meður græna, sem kemur úr prentsmiðju á morgun.

 

Athugasemdir

Bergsveinn G Reynisson, mivikudagur 10 desember kl: 13:25

Já elsta hús á Íslandi leynist eflaust víða. Í Brokey er hjallur hlaðinn úr grjóti og var hann uppistandandandi síðast þegar ég átti leið þar um. það er ekki einfalt að sanna eða afsanna aldur á þannig húsi en hann gæti verið 1000 ára, enda byggður á bjargi, en það hefur löngum verið talin góð undirstaða fyrir hús.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31