Tenglar

8. desember 2010 |

Ránfiskurinn flundra fannst við ósa Gufudalsár

Ránkolinn flundra.
Ránkolinn flundra.
Flundra er nýr landnemi á Íslandi og að sögn Sigurðar Más Einarssonar, forstöðumanns Veiðimálastofnunar, hefur tegundin náð fótfestu á Vestfjörðum. „Sjálfur veiddi ég flundru við ósa Gufudalsár fyrir fáeinum árum. Við höfum ekki enn kortlagt útbreiðslusvæðið nákvæmlega en við höfum fengið margar tilkynningar um flundru á Vestfjörðum síðastliðið ár", segir Sigurður. Flundra er flatfiskur af kolaætt sem veiddist fyrst við Ísland árið 1999 en nú virðist tegundin farin að hrygna víða um landið.

 

„Landnámið er í fullum gangi og nær alveg frá suðurfjörðum Austfjarða og suður meðfram strandlengjunni til Vestfjarða. Þannig nú er einungis Norðurlandið eftir og þá er hún komin hringinn", segir Sigurður. Flundra líkist skarkola og sandkola í útliti en þekkist frá þessum tegundum á því að meðfram bak- og raufarugga eru litlar beinkörtur. Hún lifir í sjó við botn frá fjöruborði niður á um 100 metra dýpi, sækir í ísalt og ferskt vatn og getur gengið upp í ár og læki.

 

Flundra er nytjafiskur erlendis og segir Sigurður hana vera eftirsóttasta flatfiskinn í Evrópu. Danir veiða í kringum 4.000 tonn af flundru árlega. En flundra er skæður ránfiskur sem gæti raskað jafnvægi fisktegunda sem fyrir eru og þá sérstaklega bleikju og silungs. „Þetta er ósakoli og eftir hrygningu fara seiðin upp í ferskt vatn og eru þar á meðal nokkrar ár. Þar lendir hún inni á búsvæðum sem laxfiskar nýta og þá er sérstaklega hætt við að hún lendi í samkeppni við sjóbirting og sjóbleikju. Þannig er þetta ákveðið áhyggjuefni því þessir kolar eru grimmir og stunda afrán á bleikju og laxi", segir Sigurður.

 

Óttast er að landnám flundrunnar sé á bak við hrun bleikjustofnsins á vatnasvæði Hvítár í Borgarfirði. Þar var ársveiðin fyrir örfáum árum um fjögur þúsund bleikjur en hefur nú hrapað niður í aðeins fjögur hundruð fiska.

 

Þetta kemur fram á fréttavefnum bb.is á Ísafirði.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30