Tenglar

8. janúar 2009 |

Rannsóknir á lífríki Breiðafjarðar efldar

Kræklingur í fjöru.
Kræklingur í fjöru.

Vísindarannsóknir á lífríki Breiðafjarðar verða efldar á næstu árum. Því til staðfestingar hafa Snæfellsbær og Sjávarrannsóknasetrið Vör í Ólafsvík gert með sér samning um stuðning sveitarfélagsins við rannsóknirnar. Samningurinn gildir næstu þrjú árin og felur í sér þriggja milljóna króna framlag frá sveitarfélaginu í rannsóknir á lífríki Breiðafjarðar. Breiðafjörðurinn er þekktur sem ein mesta matarkista Íslands og þær auðlindir sem þar er að finna hafa bjargað ófáum mannslífum í gegnum aldirnar. Frá þessu var greint í Svæðisútvarpi Vestfjarða.

 

Í tilkynningu frá bæjarstjórn Snæfellsbæjar segir afar brýnt að efla vísindastarf og rannsóknir á lífríki Breiðafjarðar og sé það ein frumforsenda þess að hægt sé að ná hámarksnýtingu á þeim auðlindum sem þar er að finna. Þar segir einnig að Sjávarrannsóknasetrið Vör hafi á þeim stutta tíma sem það hafi starfað skapað sér sess meðal rannsóknastofnana landsins og vakið athygli á því að enn sé mörgum spurningum ósvarað varðandi lífríki sjávar á grunnslóð. Þá sé það ekki síður mikilvægt að rannsóknasetrið sé í nálægð við rannsóknarefnið og fólkið sem nytjar auðlindirnar.

 

Sjá einnig:

> 03.01.2009 Breiðfirskur beitukóngur dafnar af dauðri síld

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31