Tenglar

9. apríl 2011 |

Rauða fjöðrin á kjörstað og í Hólakaupum

Lionsfélagar í Reykhólahreppi verða við kjörstað í Bjarkalundi í dag og selja Rauðu fjöðrina. Einnig fæst hún í Hólakaupum á Reykhólum. Þessa helgi er Rauða fjöðrin seld um land allt eins og gert er á hverju ári og alltaf til fjáröflunar fyrir eitthvert gott málefni. Markmið söfnunarinnar í ár er að safna fyrir talgervli í samvinnu við Blindrafélagið. Talgervill er hugbúnaður sem breytir texta á tölvutæku formi í talað mál. Hann getur breytt mjög til batnaðar lífsgæðum fjölmargra blindra og sjónskertra, einnig hjálpað lesblindum og öðrum sem eiga erfitt með lestur.

 

Ekkert sérstakt verð er á Rauðu fjöðrinni. Fólk ræður því alveg hvað það setur í söfnunarbaukana og fær fjöður í staðinn. A.m.k. þeir sem hyggjast styðja gott málefni um leið og skroppið er á kjörstað í Bjarkalundi í dag þurfa að hafa handbært reiðufé í því skyni.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30