Tenglar

3. maí 2016 |

Raunfærnimat í skrifstofugreinum

Hefur þú unnið skrifstofustörf í þrjú ár eða lengur Ertu orðinn 23 ára? Viltu styrkja stöðu þína á vinnumarkaði? Viltu bæta við menntun þína á framhaldsskólastigi? Þá er raunfærnimat í skrifstofugreinum kannski eitthvað fyrir þig.

 

Tilgangur raunfærnimats er að gefa út staðfestingu sem einstaklingur getur notað til:

  • styttingar á námi
  • að sýna fram á reynslu og færni í starfi eða í atvinnuumsókn
  • að leggja mat á hvernig einstaklingur getur styrkt sig í námi eða starfi

 

Matið er þátttakendum að kostnaðarlausu. Metið er á móti námskrá Skrifstofubrautar I í Menntaskólanum í Kópavogi. Skrifstofubrautin er hagnýtt nám á framhaldsskólastigi (33 einingar) sem miðar að því að veita nemendum almenna þekkingu í greinum sem nýtast við krefjandi störf á skrifstofu.

 

Nánari upplýsingar gefa náms- og starfsráðgjafarnir Guðrún Vala Elísdóttir í netfanginu vala@simenntun.is og Björn Hafberg í netfanginu bjornhafberg@hotmail.com.

 

Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30