Tenglar

29. janúar 2015 |

Raunir rjúpunnar

Indriði Aðalsteinsson á Skjaldfönn.
Indriði Aðalsteinsson á Skjaldfönn.

Vorið 1994 hóf ríkisvaldið refarækt á Hornströndum og fljótlega eftir það, venjulega um veturnætur, hvolfdist ófögnuðurinn yfir okkur og refaslóðir flúruðu allar hlíðar, þegar sporrækt var. Tilgangslaust varð að ganga lengur til rjúpna, enda slíkt orðið úr takt við heilbrigða skynsemi og sjálfsögð verndunarsjónarmið.

 

Í sumar sá ég í fyrsta skipti enga rjúpu með unga. Í göngum, tvær veðurgóðar helgar, 15 fullorðnir í hvort skipti, sáust samtals innan við 20 rjúpur. Í þriggja daga eftirleitum sá ég tvær rjúpur. Svo komu túristatófurnar að norðan og gengu hér um hlöðin eins og heimilishundar svo næstum því var hægt að reka í þær byssuhlaupið.

 

Þetta segir Indriði Aðalsteinsson á Skjaldfönn í Inndjúpi í grein undir ofanritaðri fyrirsögn, sem birt er hér á vefnum og hefst á þessari vísu:

 

Þó að kosti púl og puð,

pústra, strengi, eyrnasuð.

Ef ég kemst að ári í stuð

ætla ég mér þrjúhundruð.

 

Einnig segir hann:

 

Alla mína rjúpnaskyttuáratugi hélt ég dagbók og þarf því ekki að treysta á brigðult minni, en þá var talið sjálfsagður hlutur að fá 900 til 1300 fugla haust hvert, um 30 daglega að meðaltali. Fyrir kom að dagsafli náði 100 eða meira og 11. nóvember 1986 rúmlega 200 og varð ég þó skotfæralaus löngu fyrir dagsetur. Þá varð ofanritaður bjartsýniskviðlingur til.

 

Hvernig átti mig líka að gruna að þessi frjósami og firnasterki fuglastofn myndi innan fárra ára nánast vera þurrkaður út? Á þessum löngu liðnu rjúpahaustum var fátítt að sjá tófuslóð eða skolla yfirleitt. Minkurinn hélt sig enn við vatn, fálkinn tók sinn toll í rjúpu, en tvö hreiður voru hér í dalnum að jafnaði. Nú er það liðin tíð og fálki afar sjaldséður.

 

Greinina má lesa hér í heild og undir Sjónarmið í valmyndinni til vinstri. Hún birtist líka í Morgunblaðinu í dag.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31