Tenglar

17. október 2021 | Sveinn Ragnarsson

Rausnarleg gjöf til minningar um Manna í Mýrartungu

Kort sem fylgdi gjöfinni, teiknað af Unni Helgu Jónsdóttur
Kort sem fylgdi gjöfinni, teiknað af Unni Helgu Jónsdóttur
1 af 2

Höfuðdagurinn, 29. ágúst, var afmælisdagur Jóns Snæbjörnssonar bónda í Mýrartungu II. Hann var alltaf kallaður Manni og ef einhver talaði um Jón í Mýrartungu, héldu sumir að átt væri við nafna hans sem bjó þar nokkru fyrr. Manni bjó í Mýrartungu liðlega 20 ár en varð að hætta búskap vegna heilsubrests 1988 og fluttist suður til Reykjavíkur ásamt fjölskyldu sinni. Hann lést í byrjun ársins 2000.

 

Nú í sumar hefði Manni orðið 80 ára og af því tilefni kom fjölskylda hans saman í Mýrartungu, en þar er komin eins og kunnugt er fyrirtaks gisti- og samkomuaðstaða. Aðalheiður Hallgrímsdóttir, ekkja Manna, vildi heiðra minningu hans á þessum tímamótum með áþreifanlegum hætti og ákvað hún og börn þeirra að styrkja björgunarsveitina Heimamenn í Reykhólahreppi með fjárframlagi upp á 260.000. Björgunasveitin kom einmitt tengdasyni Heiðu og Manna, Magnúsi Kristjáni Þórssyni til aðstoðar fyrr í sumar þegar hann lenti í slæmu slysi.

 

Framámenn björgunasveitarinnar, Eiríkur Kristjánsson og Vilberg Þráinsson tóku á móti styrknum við hátíðlega athöfn í Krossnesi og honum fylgdu að sjálfsögðu góðar óskir í bundnu máli frá Heiðu.

 

Þegar eitthvað út af ber

og ekki er gott til ráða,

til Heimamanna hringt þá er

þeir halda af stað til dáða.

 

Megi alltaf auðnan sjálf

yfir ykkur vaka,

svo ætíð komið heilir heim

og hraustir fljótt til baka.

 

Krónurnar sem komum með

kannski mæta þörf,

með þökkum fyrir ykkar öll

óeigingjörnu störf.

 

Aðalheiður Hallgrímsdóttir.

 

Fjölskyldan hvatti jafnframt aðra sem vildu heiðra minningu Manna til að láta björgunarsveitina njóta þess. Nokkur fjöldi styrkja barst björgunarsveitinni í framhaldi af því.

 

Starf björgunarsveita er ekki tímabundið afmarkað verkefni og alltaf þörf fyrir fjármuni til rekstrar og viðhalds á búnaði, þess vegna er reikningsnr. Heimamanna látið fljóta með hérna ef einhver vill leggja hönd á plóg með þeim: 0153 – 26 – 000781  kt. 430781-0149.

 

 

 

 

Athugasemdir

Simon Petur, sunnudagur 17 oktber kl: 01:14

Manni var litríkur og skemmmtilegur karakter. Seint fennir í gengin spor hans meðal okkar sveitunga hans.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31