Tenglar

23. september 2011 |

Reglugerð sett um þjónustu dýralækna í dreifbýli

Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra hefur sett reglugerð „um dýralæknaþjónustu í dreifðum byggðum“. Þar er þeim landsvæðum sem falla undir reglugerðina skipt í níu þjónustusvæði. Þetta tekur ekki til suðvesturhluta landsins frá Mýrdalshreppi og allt vestur á Snæfellsnes og ekki til Eyjafjarðarsvæðisins. Eitt þjónustusvæðanna spannar Dalabyggð, Reykhólahrepp og sveitarfélögin í Strandasýslu.

 

Reglugerð þessari er ætlað að tryggja dýraeigendum nauðsynlega almenna dýralæknaþjónustu og bráðaþjónustu við dýr á landsvæðum þar sem fjöldi dýra er takmarkaður eða verkefni dýralækna af skornum skammti. Til að tryggja framangreint skal dýralæknum sem starfa á slíkum landsvæðum tryggð skv. reglugerð þessari greiðsla vegna starfa þeirra á hlutaðeigandi landsvæðum og til að koma upp starfsaðstöðu.

 

Matvælastofnun er heimilt að gera þjónustusamninga við sjálfstætt starfandi dýralækna um að þeir sinni almennri dýralæknaþjónustu og bráðaþjónustu við dýr á þjónustusvæðum. Í samningum skal kveðið á um réttindi og skyldur dýralækna, s.s. varðandi almenna starfshætti, endurgjald fyrir veitta þjónustu samkvæmt þjónustusamningi, viðveru, starfsaðstöðu, afleysingar og samstarf innan sama þjónustusvæðis og milli svæða.

 

Dýralæknir sem gerir þjónustusamning skal vera með starfsstöð innan hlutaðeigandi þjónustusvæðis til að tryggja eftir föngum að dýraeigendur fái ávallt dýralækna- og bráðaþjónustu innan hæfilegs tíma. Ákvæði þetta kemur þó ekki í veg fyrir að dýralæknir geti sinnt þjónustu á fleiri en einu þjónustusvæði. Jafnframt er öðrum dýralæknum, en þeim sem Matvælastofnun hefur gert þjónustusamning við, heimilt að sinna dýralæknaþjónustu á umræddum þjónustusvæðum.

 

Reglugerð þessi tekur gildi 1. nóvember.

 

Stjórnartíðindi - reglugerð um dýralæknaþjónustu í dreifðum byggðum

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31