Tenglar

7. september 2020 | Sveinn Ragnarsson

Reglur fyrir göngur og réttir vegna COVID-19

Leiðbeiningar vegna gangna og rétta vegna COVID-19 HÆTTUSTIG almannavarna

Búið er að uppfæra leiðbeiningar fyrir göngur og réttir.  Helstu breytingar eru þær að nú er komin almenn undandþága vegna nándarmarka í fjallaskálum.

 

Þann 26.08.2020 veitti Heilbrigðisráðuneytið undanþágu frá 1. mgr. 4. gr. auglýsingar um takmörkun á samkomum vegna farsótta (792/2020). Þannig er heimilt að viðhafa 1 metra á milli einstaklinga í fjallaskálum, þegar því verður ekki viðkomið að halda 2 metra fjarlægð. Minnt er á ákvæði 8. gr. auglýsingarinnar um takmörkun á samkomum vegna farsótta, um þrif og sótthreinsun almenningsrýma og jafnframt á einstaklingsbundnar sóttvarnir.

Þá er búið að opna fyrir almenna undanþágu fyrir fjöldatakmörkun fyrir réttir.

Þann 28.08.2020 veitti Heilbrigðisráðuneytið almenna undanþágu fyrir fjöldatakmörkun fyrir réttarstörf á á grundvelli 10. gr. auglýsingar nr. 792/2020, að því tilskildu að farið sé eftir tilmælum sóttvarnarlæknis hér að neðan. Um slíka undanþágu skal sækja til Landssamtaka sauðfjárbænda á netfangið unnsteinn@bondi.is.  Minnt er á ákvæði 8. gr. auglýsingarinnar, um þrif og sótthreinsun almenningsrýma og jafnframt á einstaklingsbundnar sóttvarnir.

  • Haldinn sé listi yfir þá einstaklinga sem koma í réttina með upplýsingum sem nota má til að hafa samband við viðkomandi gerist þess þörf.
  • Upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir og 2 metra reglu eru sýnilegar.
  • Handspritt og handþvottaaðstaða til staðar.
  • Ef matvælaþjónusta er veitt,  að matvæli séu afgreidd í innpökkuðu formi og kaffi sé hellt í bolla, ekki sjálfsafgreiðsla og að starfsfólk sem afgreiðir matvæli haldi 2 metra fjarlægð frá gestum.
  • Að talning inn og út af svæði sé skilvirk.
  • Að lögregla umdæmis  og umdæmislæknir sóttvarna séu  upplýst um þessa undanþágu.
  • Að ábyrgðarmaður réttarstarfa sendi fólk sem sýnir einhver flensueinkenni tafarlaust af vettvangi og fylgist með að starfsmenn og gestir virði 2 metra reglu.   

Landssamtök sauðfjárbænda taka á móti umsóknum um undanþágur fyrir fjöldatakmörkun fyrir réttarstörf og afgreiða þær í samráði við Embætti landlæknis og Heilbrigðisráðuneytið.  Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, Unnsteinn Snorri Snorrason, í síma 899 4043 og í netfanginu, unnsteinn@bondi.is.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31