22. október 2012 |
Reglur komnar um sérstakar húsaleigubætur
Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps hefur samþykkt reglur um sérstakar húsaleigubætur. Bætur þessar eru ætlaðar þeim einstaklingum og fjölskyldum sem ekki eru á annan hátt fær um að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, þungrar framfærslubyrðar eða annarra félagslegra erfiðleika.
Nálgast má reglurnar hér neðst á vefnum í dálkinum Umsóknir og reglur og líka með því að smella hér.