4. október 2012 |
Reglur og leiðbeiningar um skil á sorpi og drasli
Reglur og margvíslegar upplýsingar um sorpflokkun og sorpskil í Reykhólahreppi má finna með því að smella hér eða á græna borðann (Sorpmóttaka, reglur og upplýsingar) í tenglasafninu vinstra megin. Aðeins er tekið við járnarusli, timbri og öðru stórgerðu drasli á þeim tímum sem þar koma fram. Hins vegar er hægt að koma hvenær sólarhringsins sem er með flest það sorp sem til fellur á heimilum og setja í viðeigandi gáma (allt merkt). Sorpsvæðinu í Króksfjarðarnesi var lokað núna um mánaðamótin.