Tenglar

5. júní 2016 |

Reglur um smáframleiðslu í smíðum

Landssamtök sauðfjárbænda hafa um nokkurra missera skeið unnið með stjórnvöldum og ýmsum sérfræðingum, samtökum og stofnunum að því að auðvelda heimaframleiðslu á sauðfjárbúum og ýta þar með undir nýsköpun og virðisaukningu heima á búum. Samtökin hafa fyrst og fremst beint sjónum sínum að sauðamjólk, en einnig annarri framleiðslu. Þá vinnur Markaðsráð kindakjöts að því að upprunamerkja allar afurðir sem standa erlendum ferðamönnum til boða og eru sannarlega úr íslenskum sauðfjárafurðum.

 

Nú eru í smíðum í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu nýjar reglur um heimaframleiðslu. Drög að nýrri reglugerð eru nú til kynningar og umsagnar. Hver sem er getur haft á þeim skoðun. Markmiðið er að „auðvelda sláturhúsum, fiskmörkuðum og litlum matvælafyrirtækjum að uppfylla kröfur í hollustuhátta- og eftirlitsreglugerðum“ eins og segir í frétt á vef Matvælastofnunar. Veittur er frestur til 16. júní til að koma athugasemdum varðandi drögin á framfæri við ráðuneytið.

 

Smáframleiðendur sem framleiða handverk eða vörur úr íslenskum sauðfjárafurðum geta fengið sérstakt upprunamerki Markaðsráðs kindakjöts.

 

Nánar hér á vef Landssamtaka sauðfjárbænda

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31