Tenglar

21. janúar 2010 |

Reiðhöllin er bylting fyrir hestamennsku í Dölum

Hestamenn í Búðardal og nágrenni eru mjög hamingjusamir um þessar mundir. Þessa dagana er að komast í not nýja reiðhöllin sem verið hefur í byggingu síðustu misserin. „Þetta er algjör bylting fyrir hestamennskuna í Dölunum. Það var nauðsynlegt fyrir okkur að fá þetta hús til að bæta aðstöðu hins almenna hestamanns, sinna fræðslustarfi félagsins og geta hugsað um börnin okkar. Við höfum frá því í haust verið að ljúka við frágang þannig að höllin komist í nothæft ástand. Við erum byrjaðir að selja árslykla fyrir notendur og stillum gjaldinu í hóf þannig að fólk sjái sér hag í því að nýta aðstöðuna. Mikill hestaáhugi er hér á svæðinu og greinilegt að tilkoma hallarinnar verður algjör vítamínsprauta í starfinu hjá okkur“, segir Eyþór Jón Gíslason, formaður Hestamannafélagsins Glaðs, í samtali við Skessuhorn.

 

Nánar var rætt við hann í Skessuhorni í síðustu viku.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31