Tenglar

18. febrúar 2011 |

Rekstrargrundvöllur Barmahlíðar brostinn

Dvalar- og hjúkrunarheimilið Barmahlíð.
Dvalar- og hjúkrunarheimilið Barmahlíð.
Niðurskurður af hálfu ríkisins kemur mjög illa við rekstur Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Barmahlíðar á Reykhólum. Hann svarar til 14,4 milljóna króna framlags frá ríkinu á ári eða um 15% af framlagi til heimilisins. Í bókun hreppsnefndar Reykhólahrepps í gær segir, að þar með sé rekstrargrundvöllur Barmahlíðar brostinn. Hjúkrunarforstjóra Barmahlíðar barst um miðjan síðasta mánuð tölvupóstur frá ráðuneyti um niðurskurðinn. Hjúkrunarforstjóri kom erindi þessu áfram til hreppsnefndar, enda er henni málið skylt, að ekki sé meira sagt.

 

Vegna þessa máls kom hreppsnefnd þá saman á skyndifund ásamt hjúkrunarforstjóra Barmahlíðar og sendi frá sér mótmæli við niðurskurðinum til fjármálaráðuneytis og velferðarráðuneytis með afriti til allra þingmanna í kjördæminu. Jafnframt var óskað eftir fundi með ráðherra velferðarmála vegna málsins.

 

Fjórir þingmenn hafa sýnt málefninu stuðning með komu sinni til Reykhóla og átt fundi með sveitarstjóra, hreppsnefnd og hjúkrunarforstjóra. Þessir þingmenn eru Ásbjörn Óttarsson, Ásmundur Einar Daðason, Einar Kristinn Guðfinnsson og Guðmundur Steingrímsson. Fleiri þingmenn hafa komið á framfæri áhuga sínum á málinu.

 

Framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum, Atli Georg Árnason, hefur einnig látið málið til sín taka. Hann segir málefnið verksmiðjunni og samfélaginu á svæðinu í heild sinni mjög mikilvægt og áhrifa niðurskurðarins myndi gæta víða.

 

Athugasemdir

Þorgeir Samúelsson, laugardagur 19 febrar kl: 10:45

Á ég að trúa því að...búið sé að gefast upp fyrir ylla lyktandi ríkisvaldi er varðar rekstur Barmahlíðar? Var ég að kjósa næturdrottingar og búálfa...í hreppsnefnd ...gagngert til að lúta í gras?....Þá held ég að sé ráðlegt að kjósa í þriðja skipti til hreppsnefndar! Allt er þegar þrennt er....og fullreynt í það fjórða!

kv
Þorgeir

Áhugamaður um velferð Barmahlíðar, laugardagur 19 febrar kl: 11:37

Mér virðist sem hreppsnefnd og sveitarstjóri hafi sýnt röggsamleg viðbrögð í þessu máli.

Þorgeir Samúelsson, laugardagur 19 febrar kl: 13:07

Áhugamaður um velferð Barmahlíðar....afhverju skrifaru þá ekki undir nafni???? Það er svona "kattarþvottur" sem er óþolandi hér ....sveitarstjórn er í vinnu hjá skattgreiðendum...nákvæmlega eins og ríkistjórn...og aðrir launþegar...gylda sömu ákvæði um uppsögn ef fólk stendur sig ekki í starfi!!

kv
Þorgeir

Hlynur Þór Magnússon, umsjónarmaður vefjarins, laugardagur 19 febrar kl: 14:02

Hér hefur fólk áður verið hvatt til þess að skrifa athugasemdir undir fullu og réttu nafni. Enginn ætti að skrifa hér neitt sem hann skammast sín fyrir að standa við!

Björk Stefánsdóttir, laugardagur 19 febrar kl: 15:06

ég held nú að hreppsnefndin sé alveg að standa sig, það er nú líka ekki langt síðan þau fengu vitnesju um þetta mál. Það er nú búið að óska eftir fundi með velferðaráðherra hvenar sem hann nú svarar.
Þetta er bara ekki gott mál, vonandi leysist þetta því það er ekki hægt að senda fólk í burtu frá þessum góða stað

Björn F, laugardagur 19 febrar kl: 16:07

Stundum dettur fólk í lukkupottinn:-D

Þorgeir Samúelsson, laugardagur 19 febrar kl: 16:46

Bjök Stefánsdóttir...afhverju standið þið ekki opinberlega ...unga fjölskyldufólkið með hreppsnefnd ...Hvað er rangt við að veita valdi aðhald??.. hvað er rangt við að gagnrýna??
Á það að vera sjáfgefið að standa frammi fyrir einhverjum vangefnum (í þessu tilfelli) velferðarráðherra ...og bakka í horn? Ég hef engan séð hér blogga undir kröfu míns ágæta sjávarútvegsráðherra um að..innkalla allar aflaheimildir og deila þeim upp á nýtt! Það hefur enginn hér haft neina skoðun á samgöngumálum sveitarinnar...jú undirskrifta listi um leið B....sem er búið að kasta út af borðinu...auðvita skrifa allir undir það....er það ekki merki um tímaskekkju fólks og sinnuleysi??...er það ekki merki um sinnuleysi hreppsemdar fulltrúa að tjá sig um mál og málefni á opinberum vettfangi?

kv
Þorgeir

Björk, laugardagur 19 febrar kl: 17:21

Auðvitað á að veita aðhald, en hvað getur maður gert eða sagt? Ég er kannski ekki nógu málefnaleg. Ég vil sjá meiri uppbyggingu í okkar góða sveitafélagi og meiri atvinnumöguleika, en ef það er ekki rekstrargrundvöllur fyrir Barmahlíð getur maður alveg eins farið að pakka saman.
Ég held að sveitastjórn sé að standa sig á þessum erfiðu tímum en það þurfa að fara koma svör frá velferðaráðherra, en í þessu máli eru þetta bara tölur á blaði og þessir ágætu ráðamenn í þessu landi ættu aðeins að fara að pæla hvar þeir eru að skera niður......hvert á fólkið að fara? það er enginn annar staður hér...Hvað er þetta fólk að spá?
En þú segir Þorgeir "þið unga fólkið" eigið að standa upp, já ok en hvað eigum við að gera? Þetta er ekkert orðin spurningin um það, við eigum bara öll að vinna saman.

Björk, laugardagur 19 febrar kl: 17:21

En Björn F. hvað áttu við með þessu?

Þorgeir Samúelsson, laugardagur 19 febrar kl: 18:42

Björk ...þú ert að veita aðhald hérna með því að blogga...ég var kallaður "búrtík" fyrir það að nefna hreppsnefndina "sleðahunda".....sleðahunda hvers?? undanfarin ár hafa farið í vaskinn....sjáðu bara hvernig umhverfið þitt er....ófrágengnar götur og götuslóðar til margra ára....helduru að það sé eitthvað normal að vera með sundlaug..sem var búin besta hugsanlega búnaði á sýnum tíma...opna fyrir veg og moldryki alla daga...þér fynnst ekkert athugavert við að selja ofan í þennan drullupoll...þannig verður fólk meðvirkt ...gamall vani bara ok...til hvers að naggast út í það...nei þetta var svona og á að vera svona...fyndið að það heirast ekki hér raddir fólks til andsvara eða með tilögur ...sennilega gott að kúra í sínu koti með kýr og kindur...almættið sér svo um afgangin styrki og svoleiðis.

kv
Þorgeir

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31