Rekstrargrundvöllur Barmahlíðar brostinn
Vegna þessa máls kom hreppsnefnd þá saman á skyndifund ásamt hjúkrunarforstjóra Barmahlíðar og sendi frá sér mótmæli við niðurskurðinum til fjármálaráðuneytis og velferðarráðuneytis með afriti til allra þingmanna í kjördæminu. Jafnframt var óskað eftir fundi með ráðherra velferðarmála vegna málsins.
Fjórir þingmenn hafa sýnt málefninu stuðning með komu sinni til Reykhóla og átt fundi með sveitarstjóra, hreppsnefnd og hjúkrunarforstjóra. Þessir þingmenn eru Ásbjörn Óttarsson, Ásmundur Einar Daðason, Einar Kristinn Guðfinnsson og Guðmundur Steingrímsson. Fleiri þingmenn hafa komið á framfæri áhuga sínum á málinu.
Framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum, Atli Georg Árnason, hefur einnig látið málið til sín taka. Hann segir málefnið verksmiðjunni og samfélaginu á svæðinu í heild sinni mjög mikilvægt og áhrifa niðurskurðarins myndi gæta víða.
Þorgeir Samúelsson, laugardagur 19 febrar kl: 10:45
Á ég að trúa því að...búið sé að gefast upp fyrir ylla lyktandi ríkisvaldi er varðar rekstur Barmahlíðar? Var ég að kjósa næturdrottingar og búálfa...í hreppsnefnd ...gagngert til að lúta í gras?....Þá held ég að sé ráðlegt að kjósa í þriðja skipti til hreppsnefndar! Allt er þegar þrennt er....og fullreynt í það fjórða!
kv
Þorgeir