Tenglar

30. apríl 2016 |

Rekstrarskilyrði landbúnaðarins kynnt

Frá fundinum. Ljósm. bondi.is.
Frá fundinum. Ljósm. bondi.is.

Bændasamtökin héldu nýlega kynningarfund um fjárfestingaþörf í landbúnaði og nýja búvörusamninga fyrir fulltrúa fjármálafyrirtækja, Byggðastofnunar og lífeyrissjóða. Sindri Sigurgeirsson, formaður samtakanna, fór yfir þær breytingar sem nýir búvörusamningar fela í sér og einnig þau tækifæri sem í þeim liggja fyrir bændur.

 

Jóhanna Lind Elíasdóttir og Runólfur Sigursveinsson, ráðgjafar hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins, fjölluðu síðan um rekstrarumhverfi landbúnaðarins almennt og undirliggjandi fjárfestingarþörf. Í máli þeirra kom fram að meðal stærstu verkefna fram undan er endurnýjun á framleiðsluþáttum og að auðvelda nýju fólki inngöngu í atvinnugreinina.

 

Sindri sagði nýgerða búvörusamninga skapa ýmsa möguleika fyrir landbúnaðinn og gera bændum kleift að gera áætlanir til lengri tíma.

 

Á eftir erindum voru umræður þar sem gestirnir spurðu m.a. út í áhrif samninganna á rekstur bænda og afkomu.

 

Bændasamtök Íslands

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31