Rekstur sveitarsjóðs úr mínus í plús milli ára
Rekstrarniðurstaða Reykhólahrepps og stofnana hans (Barmahlíðar, félagslegra íbúða, hafnarsjóðs o.fl.) var árið 2011 jákvæð um liðlega 8 milljónir króna en var árið 2010 neikvæð um liðlega 9 milljónir. Þar er um að ræða viðsnúning hjá sveitarsjóði sjálfum, þar sem niðurstaðan batnaði um 21,5 milljónir króna milli ára eða úr rúmlega 10 milljónum í mínus árið 2010 í tæplega 11,5 milljónir í plús 2011. Rekstrartekjur í heild árið 2011 voru rétt tæplega 350 milljónir króna.
Reikningurinn er kominn hér inn á vefinn - Stjórnsýsla > Ársreikningar og áætlanir í valmyndinni vinstra megin - og líka er beinn tengill á hann hér fyrir neðan.
Bókfærðar heildareignir Reykhólahrepps og stofnana hans voru um 455 milljónir króna í árslok 2011, þar af fastafjármunir um 393 milljónir, en bókfærðar skuldir um 152 milljónir.
Eigið fé hreppsins og stofnana hans var þannig um 303 milljónir króna í árslok 2011. Lönd og lóðir í eigu sveitarfélagins eru ekki bókfærð til eignar í efnahagsreikningi.
Vátryggingarverð mannvirkja í eigu Reykhólahrepps er langtum hærra en bókfært verð eða samtals nokkuð á annan milljarð króna.
Rekstur Barmahlíðar árið 2011 var réttu megin við strikið (1.400 þúsund í plús) og hafnarsjóðs einnig (1.900 þúsund). Rekstur félagslegra íbúða var hins vegar í mínus (4,7 milljónir).
► Ársreikningur Reykhólahrepps og stofnana hans 2011 (pdf - fremur þungt skjal)
Einar Örn Thorlacius fyrrv.sveitarstjóri Reykhólahrepps, fstudagur 08 jn kl: 08:26
Til hamingju með þetta Inga Birna, hreppsnefnd og íbúar Reykhólahrepps. Góður árangur!