9. desember 2016 | Umsjón
Rekstur upplýsingamiðstöðvarinnar í Nesi styrktur
Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti í gær aukinn stuðning við Handverksfélagið Össu. Vonast er til að það megi styrkja rekstur og þjónustu upplýsingamiðstöðvarinnar í Króksfjarðarnesi og hægt verði að hafa hana opna lengur en verið hefur.
Í Kaupfélagshúsinu í Króksfjarðarnesi hefur Assa um árabil rekið handverks- og nytjamarkað á sumrin og látið afraksturinn renna til ýmissa góðra mála í héraðinu. Jafnframt hefur félagið annast upplýsingagjöf til ferðafólks og haft kaffi og meðlæti á boðstólum. Arnarsetur Íslands er til húsa á sama stað.
Ágóðinn til björgunarsveitarinnar að þessu sinni
Alls kyns sumaruppskera á markaði í Króksfjarðarnesi
Fótbolti, prjónaskapur og vöfflur í Nesi
Alltaf eitthvað nýtt í Króksfjarðarnesi á sumrin