Tenglar

4. febrúar 2015 |

Rétta myndin - tekin tíu árum seinna

Reykhólar 11. ágúst 1988 / lmi.is.
Reykhólar 11. ágúst 1988 / lmi.is.

Hér var í gærkvöldi (næsta frétt hér á undan) birt gömul loftmynd af Reykhólum, undir fyrirsögninni Kannast einhver við þennan stað? Fram kom að myndin hefði verið tekin 11. ágúst 1988 og spurt var hvaðan hún væri. Að sjálfsögðu þekkti heimafólk staðinn, en það sem meira var: Ýmsir fullyrtu í umræðum á Facebooksíðu umsjónarmanns þessa vefjar, að myndin væri eldri en þarna var tiltekið, og voru ýmis rök færð fyrir því.

 

Núna í morgun hafði umsjónarmaður samband við Landmælingar Íslands varðandi þetta, og þar var svarið klárt og kvitt: „Að sjálfsögðu hafa heimamenn rétt fyrir sér, þarna urðu mannleg mistök til þess að skráð var röng dagsetning við myndina.“

 

Myndin sem birt var og hér um ræðir var tekin nánast réttum tíu árum áður en sagt var, eða 15. ágúst 1978. Til samanburðar er hér birt „rétta“ myndin, tekin 11. ágúst 1988. Fróðlegt er að bera þær saman því að margt hefur breyst á einum áratug.

 

Húsum hefur fjölgað mikið og þar á meðal er Barmahlíð risin, búið er að leggja Hellisbrautina alla leið inn á Maríutröð og sjá má ef grannt er skoðað að ýmislegt fleira hefur breyst. Kannski er mest áberandi við fyrstu sýn að flugbrautin hefur verið bæði lengd mikið og breikkuð.

 

Ýmislegt annað er trúlega á svipuðu róli og þegar Grettir Ásmundarson og fóstbræðurnir Þormóður Kolbrúnarskáld og Þorgeir Hávarsson voru sendir í sveit til Þorgils Arasonar á Reykhólum við Breiðafjörð svo að þeir væru ekki til sífelldra vandræða rétt á meðan.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30