Tenglar

12. maí 2022 | Sveinn Ragnarsson

Réttað í maí

mynd, Jóhannes Haraldsson
mynd, Jóhannes Haraldsson
1 af 2

Í gær voru þangsláttumenn, þeir Jóhannes Haraldsson og Björgvin Matthías Hallgrímsson, að dóla um veginn í Kollafirðinum og ergja sig á norðaustanáttinni sem gerir þeim ómögulegt að athafna sig við sláttinn. Þá komu þeir auga á fjárhóp í túninu í Múla, 6 fullorðnar kindur og 2 lömb. Þeim fannst fremur ólíklegt að bændur væru búnir að sleppa lambfé í þessu tíðarfari, svo þeir kölluðu eftir aðstoð til að handsama féð.

 

Eftir nokkurn eltingaleik náðist að reka kindurnar inn í skilaréttina á Eyri, fullorðna féð hálfu ári of seint, en lömbin missiri fyrr en vant er.

 

Féð reyndist vera frá Fremri Gufudal og Skálanesi, þrílemba með dætur og 2 hrútar. Kindurnar eru í góðu ásigkomulagi þrátt fyrir að hafa gengið úti frekar leiðinlegan vetur.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Aprl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30