Tenglar

13. mars 2022 | Sveinn Ragnarsson

Reykhóladagar 12. - 14. ágúst í ár

Reykhóladagar verða í ár haldnir helgina 12.-14. ágúst. Þema hátíðarinnar verður menning og séreinkenni Reykhólahrepps.

 

Einstaklingar og fyrirtæki sem vilja koma að hátíðinni geta sótt um styrki hjá Reykhólahreppi til að standa undir kostnaði við þeirra framlög á hátíðinni. Verkefni sem tengjast menningu og sérkennum Reykhólahrepps eiga forgang á styrki. Styrkir eru að hámarki 100.000 krónur fyrir hvert verkefni. Opið er fyrir umsóknir til 1. júní.

 

Þeir sem vilja fá nánari útskýringar á styrkjafyrirkomulagi eru hvattir til að mæta á íbúafund, sjá hér að neðan, en geta einnig haft beint samband við Jóhönnu á netfang johanna@reykholar.is.

 

Hlekkur á umsóknaeyðublað vegna styrkja: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSd6A7XUYXTK3cyxQYGUI7rm6Xq30tflqKKICoXayCP0oLWtSQ/viewform?usp=sf_link

 

Opinn fundur varðandi hátíðina verður haldinn á næstu vikum þar sem áhugasamir geta komið með hugmyndir, tekið þátt í umræðum um hátíðina og fengið nánari útskýringar á styrkjafyrirkomulagi.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31