Tenglar

17. júlí 2013 | vefstjori@reykholar.is

Reykhóladagar 2013 - dagskráin frágengin

Lífsins notið í Hvanngarðabrekkunni á Reykhóladögum í fyrra.
Lífsins notið í Hvanngarðabrekkunni á Reykhóladögum í fyrra.

Dagskrá Reykhóladaganna 2013 sem verða eftir rúma viku eða 25.-28. júlí (frá fimmtudegi og fram á sunnudag) liggur nú fyrir í nánast öllum atriðum. Eins og verið hefur síðustu árin eftir að dögunum fjölgaði úr einum degi í lok ágúst upp fjóra daga mánuði fyrr er dagskrá þessarar byggðar- og héraðshátíðar í nokkuð föstum skorðum. Samt er alltaf verið að læra af reynslunni og eitthvað nýtt bætist við á hverju ári.

 

Dagskráin og ýmsar fleiri upplýsingar eru hér fyrir neðan. Athugið, að breytingar geta orðið í einstökum tilvikum eftir því sem nær dregur og jafnvel þegar hátíðin er hafin og verða þær þá færðar hér inn.

 

 

 

Reykhóladagar 25.-28. júlí 2013

 

 

Ýmsar upplýsingar

Allar skráningar á viðburði og skemmtanir, sem og fyrirspurnir eða athugasemdir, eru hjá skipuleggjendum hátíðarinnar í síma 691 6960 og netfanginu reykholar2013@gmail.com.

 

Skreytingarlitirnir:

  • Sveitabyggðin í Reykhólahreppi er með rauðan lit.
  • Reykjabrautin öll og Hellisbraut frá Læknishúsi að Grettiströð er með appelsínugulan lit.
  • Hellisbraut frá Grettiströð upp að Hólakaupum er með fjólubláan lit.

Um höfuðliti er að ræða en öllum er frjálst að skreyta að vild. Skreytingarefni fæst á Báta- og hlunnindasýningunni gegn vægu gjaldi.

 

Frítt inn á Báta- og hlunnindasýninguna alla Reykhóladagana. Strákarnir í Félagi áhugamanna um bátasafn Breiðafjarðar verða á staðnum.

 

Verðlaun fyrir allt sem börn keppa í verða afhent í pylsupartíinu á laugardeginum. Verðlaun í því sem fullorðnir keppa í verða afhent á kvöldskemmtuninni. Skreytingarverðlaunin einnig afhent þar.

 

Fylgist með Facebooksíðu Reykhóladaganna, vefnum www.visitreykholahreppur.is og hér á Reykhólavefnum – það gætu alltaf orðið smávægilegar breytingar á dagskrá.

 

Salerni eru á Báta- og hlunnindasýningunni, í húsi Grettislaugar, Reykhólaskóla, íþróttahúsinu og Hólakaupum.

 

Munið að maður er manns gaman!

 

 

Dagskrá

 

Miðvikudagur 24. júlí

Skreytingardagur í Reykhólahreppi

  • Allir sem geta koma á Báta- og hlunnindasýninguna kl. 18 og sækja skreytingarefni til að hjálpast að við að skreyta sínar götur og líka staði sem eru umkomulausir og þurfa aðstoðar allra við að skreyta.

 

Fimmtudagur 25. júlí

Bíó á Báta- og hlunnindasýningunni

  • Kl. 16 Barnamynd.
  • Kl. 18 Unglingamynd.
  • Kl. 21 Kaffihúskvöld þar sem heimildamyndin Súðbyrðingurinn verður sýnd. Myndin var að mestu leyti tekin upp í bátahlutanum á sýningunni. Hægt verður að kaupa sér kræsingar á Bátakaffi og aldrei að vita nema einhverjir af bátastrákunum verði á svæðinu.

 

Föstudagur 26. júlí

  • Kl. 10-11 Börnum boðið á hestbak á hestunum ljúfu við Báta- og hlunnindasýninguna.
  • Kl. 11.30-13 Boðið heim í súpu og annað góðgæti. Hér þarf liðsinni frá sveitungum. Skráið ykkur endilega á reykholar2013@gmail.com eða í síma 691 6960.
  • Kl. 13.30 Fyrirlestur á Báta- og hlunnindasýningunni um frönsku fiskimennina og veru þeirra hér við land.
  • Kl. 14-16 Sýning í Reykhólaskóla úr starfi Sambands breiðfirskra kvenna í tilefni 80 ára afmælis sambandsins.
  • Kl. 14.30 Kassabílakeppni, skráning í netfanginu reykholar2013@gmail.com eða á staðnum. Veitt verða verðlaun fyrir frumlegasta bílinn, flottustu tilþrifin og besta aðstoðarmanninn.
  • Kl. 16 Þrautabraut hverfanna. Fulltrúar allra hverfa (lita) mæta og keppa í skemmtilegri þrautabraut. Fulltrúar hverfanna eiga að vera fjórir – keppt er í þrautum er reyna á gáfur og krafta. Veitt eru verðlaun fyrir besta liðið, bestu hvatninguna, bestu búningana og frumlegustu tilþrifin. Þrautin verður í Hvanngarðabrekku – liðin mæta á staðinn – gaman væri að sjá skrúðgöngu hverfanna á staðinn til að efla liðsandann.
  • Kl. 18 Grill í Hvanngarðabrekku á Reykhólum. Hér mæta allir með sitt á grillið. Hér er maður manns gaman! Hrefna Jónsdóttir mætir með gítarinn.
  • Kl. 20 Spurningakeppni Reykhóladaga í íþróttahúsinu. Þrír eru í hverju liði. Skráning á reykholar2013@gmail.com eða í síma 691 6960 til kl. 22 fimmtudaginn 24. júlí. Höfundur spurninga er Gauti Eiríksson frá Stað og aðstoðarkona hans verður eins og áður sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir.

 

Laugardagur 27. júlí

  • Kl. 10 Þarabolti í Hvanngarðabrekku. Skráning á reykholar2013@gmail.com eða í síma 691 6960. Nú er um að gera að mæta og taka þátt í skemmtilegri keppni. Þeir sem ekki keppa mæta til að hvetja og styðja við sitt lið.
  • Kl. 11.30-13 Boðið heim í súpu og annað góðgæti. Hér þarf liðsinni frá sveitungum. Skráið ykkur endilega á reykholar2013@gmail.com eða í síma 691 6960.
  • Kl. 13 Akstur dráttarvéla um Reykhóla. Þessar dráttarvélar hafa séð tímana tvenna og sumar þrenna.
  • Kl. 14 Hin árlega dráttarvélafimi verður á sínum stað við Báta- og hlunnindasýninguna. Dráttarvélar og ökumenn verða að vera 25 ára eða eldri. Grundarbræður sjá til þess að allt fari vel fram. Skráning á staðnum. Kvenna- og karlariðlar.
  • Kl. 14-16 Sýning í Reykhólaskóla úr starfi Sambands breiðfirskra kvenna í tilefni 80 ára afmælis sambandsins.
  • Kl. 15.30 Keppni í baggakasti. Reglur: Án atrennu, standa í báða fætur, halda í bönd og kasta. Keppnin fer fram fyrir framan Reykhólaskóla. Veitt verða verðlaun fyrir lengsta kastið sem og bestu tilþrifin.
  • Kl. 16 Baksturskeppni. Hver bakar bestu kökuna er inniheldur rabbarbara? Þeir sem vilja taka þátt mæta með kökuna í matsal Reykhólaskóla kl. 13. Kökurnar verða í umsjón Kvenfélagsins þar sem hægt verður að smakka þær og greiða þeim atkvæði. Verðlaun veitt fyrir bragðbestu kökuna og þá útlitsflottustu.
  • Kl. 12-16.30 Markaður í matsal Reykhólaskóla. Básapantanir á reykholar2013@gmail.com eða í síma 691 6960.
  • Kl. 13-16.30 Kvenfélagið Katla verður með kaffisölu og léttar veitingar í matsal Reykhólaskóla.
  • Kl. 13-15.45 Hoppukastalar fyrir utan Reykhólaskóla.
  • Kl. 16 Ævintýraleikritið um Búkollu í Hvanngarðabrekku í flutningi Kómedíuleikhússins.
  • Kl. 16.45 Krakkafjör í umsjón Elínar Sveins og Katarinu Ingu í Hvanngarðabrekku.
  • Kl. 17.30 Pylsupartí í Hvanngarðabrekku með Ingvari Jónssyni skemmtikrafti.
  • Kl. 20 Kvöldskemmtun í íþróttahúsinu, húsið opnað kl. 19. Veislustjóri er Ingvar Jónsson skemmtikraftur og fyrrverandi söngvari Papanna. Hafliði Halldórsson matreiðslumaður frá Ögurkaffi / Ögurtravel hefur umsjón með kvöldverðinum. Miðapantanir í netfanginu reykholar2013@gmail.com eða síma 691 6960. Forsala í Reykhólaskóla fram til kl. 18 fimmtudaginn 25. júlí. Nánari tímasetningar verða birtar vikuna fyrir skemmtunina á Facebooksíðu daganna, vefnum www.visitreykholahreppur.is og hér á Reykhólavefnum. Verð á kvöldskemmtunina í forsölu er kr. 5.000. Við innganginn er miðaverð kr. 5.500.
  • Kl. 23-03 Dansleikur í íþróttahúsinu með hljómsveitinni Nýja band keisarans. Aldurstakmark 18 ár. Miðaverð er kr. 2.000 ef aðeins er farið á dansleikinn. Annars innifalið í miðaverði á kvöldskemmtunina.

 

Sunnudagur 28. júlí

  • Kl. 11-13 Fjör í Grettislaug.
  • Kl. 12-13 Söguganga um Reykhóla – nánar auglýst síðar!
  • Kl. 14 Léttmessa í Reykhólakirkju. Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir, organisti Viðar Guðmundsson, hugvekju flytur Jóhanna Magnúsdóttir guðfræðingur. Hrefna Jónsdóttir og franski tónlistarmaðurinn Oliver spila og syngja. Að léttmessu lokinni verða léttar veitingar í boði.
  • Kl. 15.30 Leikrit um Sigvalda Kaldalóns í flutningi Kómedíuleikhússins í setustofunni í Barmahlíð.

 

 

Þjónusta

  • Verslunin Hólakaup á Reykhólum. Opið kl. 10-22 alla daga í sumar.
  • Handverks-, nytja- og bókamarkaður Össu í Króksfjarðarnesi (gamla Kaupfélagshúsinu). Opið kl. 12-18 alla daga í sumar.
  • Grettislaug á Reykhólum. Opið kl. 12-22 virka daga og kl. 10-20 um helgar.
  • Hótel Bjarkalundur (www.bjarkalundur.is). Veitingastaðurinn er opinn alla daga til kl. 21 og sjoppan til kl. 23.
  • Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum. Opið kl. 11-17 virka daga og kl. 11-18 um helgar. Kaffihúsið Bátakaffi er inni á sýningunni. Þar verður á Reykhóladögum sýning Maríu Óskarsdóttur á Patreksfirði, sem ber heitið Frönsku fiskimennirnir á faraldsfæti. Sýningin er styrkt af Menningarráði Vestfjarða.
  • Upplýsingamiðstöð ferðafólks er í anddyri Báta- og hlunnindasýningarinnar.
  • SjávarSmiðjan á Reykhólum (www.sjavarsmidjan.is). Opið kl. 14-18 og eftir samkomulagi.
  • Eyjasigling (www.eyjasigling.is). Sigling út í Breiðafjarðareyjar alla daga hátíðarinnar sem og alla aðra daga í júlí.
  • Ólafsdalur (www.olafsdalur.is). Opið daglega kl. 13-17.
  • Rjómabúið Erpsstaðir í Dölum (www.erpsstadir.is). Verslunin í fjósinu er opin alla daga kl. 13-17.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31