24. júlí 2014 | vefstjori@reykholar.is
Reykhóladagar 2014 að hefjast
Dagskrá Reykhóladaganna 2014 hefst síðdegis í dag, fimmtudag, með bíósýningum fyrir krakka kl. 16 og 18 á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum. Síðan verður á sama stað Menningarsjokk á Bátakaffi frá kl. 21 til kl. 1 eftir miðnætti. Aldurstakmark er 18 ár og barinn opinn. Þarna verður Pubquiz sem Sigurður G. Valgeirsson stýrir og síðan eru tónleikar með hinum gamalkunnu og ástsælu Spöðum.
Dagskrá Reykhóladaga 2014 í heild er jafnframt að finna í dálkinum hér hægra megin á síðunni.
Munið að forsölu á veisluskemmtunina í íþróttahúsinu á Reykhólum á laugardagskvöld lýkur í dag, sjá næstu frétt hér á undan.
Nánar um hljómsveitina Spaða:
► Spaðar hafa djammað í þrjátíu ár
► Spiluðu pönkaða polka í Flatey fram á morgun