Tenglar

24. júlí 2014 | vefstjori@reykholar.is

Reykhóladagar 2014 að hefjast

Hljómsveitin Spaðar / ruv.is.
Hljómsveitin Spaðar / ruv.is.

Dagskrá Reykhóladaganna 2014 hefst síðdegis í dag, fimmtudag, með bíósýningum fyrir krakka kl. 16 og 18 á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum. Síðan verður á sama stað Menningarsjokk á Bátakaffi frá kl. 21 til kl. 1 eftir miðnætti. Aldurstakmark er 18 ár og barinn opinn. Þarna verður Pubquiz sem Sigurður G. Valgeirsson stýrir og síðan eru tónleikar með hinum gamalkunnu og ástsælu Spöðum.

 

Nánari upplýsingar hér.

 

Dagskrá Reykhóladaga 2014 í heild er jafnframt að finna í dálkinum hér hægra megin á síðunni.

 

Munið að forsölu á veisluskemmtunina í íþróttahúsinu á Reykhólum á laugardagskvöld lýkur í dag, sjá næstu frétt hér á undan.

 

Nánar um hljómsveitina Spaða:

Spaðar hafa djammað í þrjátíu ár

Spiluðu pönkaða polka í Flatey fram á morgun

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31