Tenglar

13. júlí 2015 |

Reykhóladagar 2015: Dagskráin er klár

Sólbjart fólk á Reykhóladögum í fyrra.
Sólbjart fólk á Reykhóladögum í fyrra.

Dagskrá byggðarhátíðarinnar Reykhóladaga 2015, sem verður 23.-26. júlí eða frá fimmtudegi fram á sunnudag, er frágengin. Hún er í meginatriðum í svipuðum dúr og undanfarin ár þó að alltaf komi fram nýjungar. Hér skal sérstaklega minnst á Reykhóladagahlaupið þar sem um fjórar vegalengdir er að velja. Tvær gamalkunnar og vinsælar hljómsveitir koma fram, annars vegar Spaðar (Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og tónlistarmaður og kompaní) og hins vegar Sóldögg.

 

Trúbadúrinn ljúfi Halli Reynis verður í Bjarkalundi, í boði verður kennslustund í jóga, skottsala (hver er með stærsta skottið?), fyrstu Össuleikarnir í Króksfjarðarnesi og þar fram eftir götunum sem hér er allt of langt upp að telja (sjá tengil hér neðst).

 

Jóhanna Ösp Einarsdóttir í Kaplaskjóli í Fremri-Gufudal hefur veg og vanda af skipulagningu Reykhóladaganna að þessu sinni. Harpa Eiríksdóttir hefur liðsinnt við undirbúninginn allt frá upphafi, enda þaulreynd í þeim efnum.

 

Hér má sjá dagskrá Reykhóladaganna 2015 í heild (pdf).

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30