Reykhóladagar: Fyrir liggur hvar boðið er í súpu
Síðustu daga hafa smávægilegar breytingar verið gerðar á dagskrá Reykhóladaganna eins og hún birtist hér á vefnum í reitnum Tilkynningar neðst til hægri. Meðal annars er núna komið þar inn hverjir bjóða í súpu og fleira gott í hádeginu á morgun, laugardag. Í dag og kvöld er margt um að vera, svo sem kassabílakeppni, söngkeppni, grill í Hvanngarðabrekkunni og spurningakeppnin árvissa. Um fjörutíu manns komu í gærkvöldi á sýninguna á gömlum heimildamyndum um Breiðafjarðareyjar, þar sem Ólafur A. Gíslason úr Skáleyjum útskýrði það sem fyrir augu bar.
Átta þriggja manna lið taka þátt í spurningakeppninni í kvöld, sem er útsláttarkeppni og fer fram í íþróttahúsinu. Í fyrstu umferð eigast við Barðstrendingafélagið og Snillingarnir, síðan Rip, Rap og Rup og Feitu mennirnir á hinni vaktinni, þá Ættarmótið og Vitringarnir þrír og loks Reykhólaskóli og Sambýlingarnir. Húsið verður opnað kl. 19 en keppnin hefst kl. 20.
Þeir sem ekki hafa náð í miða á kvöldskemmtunina annað kvöld eða í siglinguna út í Flatey í fyrramálið geta nálgast þá hjá Hörpu Eiríksdóttur á spurningakeppninni.
Hrefna Hugosdóttir, laugardagur 06 gst kl: 13:48
Frábær dagsskrá hjá ykkur skipulagsfólk, góða skemmtun kæru vinir