Reykhóladagar hefjast í dag.
Dagskrá Reykhóladaga hefst í dag á Báta- og hlunnindasýningunni með bíósýningum. Sýnd verður barnamynd kl. 13 og fjölskyldumynd kl. 17. Alvöru bíó með sælgætissölu. Fitcamp kl. 16 í íþróttahúsinu.
Íþróttahúsinu verður svo breytt í félagsheimili kl. 18-20 og verður stiginn dans á Harmonikkuballi. Pubquiz og tónleikar með Spöðum í kvöld á Báta- og hlunnindasýningunni eins og áður hefur komið fram.
Á morgun föstudag kl. 11-12.30 verður boðið heim í súpu. Þeir sem bjóða heim eru,
Hallfríður Valdimarsdóttir, Hellibraut 52.
Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir, Grund.
Dísa Guðrún Sverrisdóttir, Hellisbraut 8a.
Báta- og hlunnindasýningin.
Skráning í hlaupið og afhending bola verður í dag í anddyri íþróttahúss kl. 15-18. Afsláttararmbönd eru seld í andyri íþróttahúss í dag kl. 16-20, fást einnig á Báta- og hlunnindasýningunni.
Dagskrá Reykhóladaga sjá hér.