Tenglar

23. júlí 2015 | Ingibjörg Birna Erlingsdóttir

Reykhóladagar hefjast í dag.

Dagskrá Reykhóladaga hefst í dag á Báta- og hlunnindasýningunni með bíósýningum. Sýnd verður barnamynd kl. 13 og fjölskyldumynd kl. 17. Alvöru bíó með sælgætissölu.  Fitcamp kl. 16 í íþróttahúsinu.  

Íþróttahúsinu verður svo breytt í félagsheimili kl. 18-20 og verður stiginn dans á Harmonikkuballi.  Pubquiz og tónleikar með Spöðum í kvöld á Báta- og hlunnindasýningunni eins og áður hefur komið fram.

 

Á morgun föstudag kl. 11-12.30 verður boðið heim í súpu.  Þeir sem bjóða heim eru,

Hallfríður Valdimarsdóttir, Hellibraut 52.

Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir, Grund.

Dísa Guðrún Sverrisdóttir, Hellisbraut 8a.

Báta- og hlunnindasýningin.

 

Skráning í hlaupið og afhending bola verður í dag í anddyri íþróttahúss kl. 15-18.  Afsláttararmbönd eru seld í andyri íþróttahúss í dag kl. 16-20, fást einnig á Báta- og hlunnindasýningunni. 

Dagskrá Reykhóladaga sjá hér.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31