Tenglar

13. júlí 2011 |

Reykhóladagarnir - kassabílarall og sitthvað fleira nýtt

Frá Reykhóladeginum 2008.
Frá Reykhóladeginum 2008.

Fimmtán manns komu á fund sem Harpa Eiríksdóttir ferðamálafulltrúi Reykhólahrepps efndi til varðandi Reykhóladagana 2011, en þeir verða haldnir 4.-7. ágúst (fimmtudag til sunnudags). Þar var rætt hvað fólk legði til að hafa á dagskránni og hvernig ætti yfirleitt að standa að þessari byggðarhátíð. Meðal annars var samþykkt á fundinum að hafa aldurstakmarkið 10 ára og eldri á spurningakeppninni árlegu og 16 ára og eldri á matnum og balli á laugardagskvöldinu. Ein af nýjungunum á Reykhóladögum verður kassabílakeppni. Krakkar eru hvattir til að afla sér verkfæra og ýmislegs annars sem til þarf og hanna og smíða flotta kassabíla og taka þátt í aksturskeppni. Þarna verður líka frumlegasti kassabíllinn valinn og verðlaun veitt.

 

Í atburðadagatalinu hér efst til hægri er hægt að sjá fyrstu drög að dagskrá Reykhóladaganna í ár (4.-7. ágúst).

 

Listafólk sveitarinnar sem vill sýna verk sín er beðið að hafa samband við Hörpu í síma 894 1011 eða á netfangið info@reykholar.is sem fyrst til að hægt sé að finna hentugt húsnæði.

 

Spurningakeppnin verður sem áður á föstudeginum. Lið eru beðin um að skrá sig á netfangið info@reykholar.is.

 

Auk kassabílarallsins verður annar nýr dagskrárliður fyrir börnin en það er söngkeppni á föstudeginum. Krakkar eru hvattir til að skrá sig hjá Hörpu í síma 894 1011 eða á netfangið info@reykholar.is.

 

Enn vantar vaska sjálfboðaliða í nokkur verkefni á Reykhóladögunum. Fólk sem vill veita liðsinni sitt er endilega beðið að hafa samband við Hörpu sem fyrst.

 

Athugasemdir

Björk Stefánsdóttir, mivikudagur 13 jl kl: 17:50

þetta er bara æði, og vonandi býður einhver sig fram til aðstoðar, því öll viljum við halda þessa daga áfram og til þess þurfum við að hjálpast að. Alltaf stækka svona hátíðir, fleirra er á dagskrá og fleirra fólk mætir á svæðið, sem þýðir að fleirri þurfa að koma að þessu.
Höfum rosa gaman og skemmtum okkur ;-)
Kv. Björk

Fanney Inga Halldórsóttir, mivikudagur 13 jl kl: 18:19

Þetta hljómar vel.
Ég verð á ættarmóti á Reykhólum þessa helgi og það verður gaman að fylgjast með þessu.

nei, fstudagur 15 jl kl: 12:45

afhverju er hækkað aldurinn á matinn líka?

Harpa Eiríksdóttir, fstudagur 15 jl kl: 13:09

Það var atkvæðisgreiðsla um aldurstakmark á fundinum sem haldin var. í staðinn verður haldið pulsupartí með Örn Árnasyni seinnipartinn fyrir krakkana

Drög að dagskrá mun koma eftir helgi. Margt nýtt verður á henni og nóg fyrir krakkana að gera alla helgina.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30