Reykhóladagarnir 2011 verða 4.-7. ágúst
Undanfarin ár frá því að héraðshátíð Reykhólahrepps var komið á laggirnar hefur hún verið síðustu helgina í ágúst. Fyrstu árin var talað um Reykhóladaginn, enda var hátíðin þá aðeins einn dag, en á síðasta ári stóðu Reykhóladagarnir frá föstudegi og fram á sunnudag.
Verið er að skoða samvinnu við Ólafsdalshátíðina, sem verður sunnudaginn 7. ágúst. Þar kemur fram meðal annars Leikhópurinn Lotta. Ólafsdalshátíðin var haldin í fyrsta sinn sumarið 2008 (myndasyrpa).
Fyrir liggur að Gauti Eiríksson kennari frá Stað á Reykjanesi sér um spurningakeppni á föstudagskvöldinu. Hann er þrautreyndur í þeim efnum, bæði syðra og á fyrri hátíðum á Reykhólum.
Laugardagurinn 6. ágúst er messudagur í Flatey á Breiðafirði. Harpa er í viðræðum við sóknarnefndina þar um að hafa messuna um morguninn. Jafnframt er hún að skoða möguleikana á ferðum út í Flatey til að sem flestir geti brugðið sér þangað og verið við messuna og notið þess einnig á annan hátt að skjótast út á Breiðafjörðinn og koma í höfuðstað hans.
Sjá einnig:
22.02.2011 Harpa frá Stað ráðin í nýja stöðu ferðamálafulltrúa
Herdís Erna, fstudagur 04 mars kl: 08:33
Þetta líst mér vel á að það sé búið að flýta deginum og tengja hann við Ólafsdalsh ,en ein spurnig verður lita þeman ekki líka í ár eins og í fyrra og sömu litir það gerði svo mikið og var gaman að sjá hvað fólk var duglegt að skreyta og sv má ekki gleyma súpunni sem vakti ekkert smá lukku ,þetta verður glæsilegur hjá þér Harpa kveðja Herdís