Tenglar

4. mars 2011 |

Reykhóladagarnir 2011 verða 4.-7. ágúst

Frá Reykhóladeginum 2008. Fornbílar frá Seljanesi handan við skjólvegginn.
Frá Reykhóladeginum 2008. Fornbílar frá Seljanesi handan við skjólvegginn.
Búið er að slá því föstu að Reykhóladagarnir 2011 verða 4.-7. ágúst og standa því frá fimmtudegi og fram á sunnudag, að sögn Hörpu Eiríksdóttur, ferðamálafulltrúa Reykhólahrepps. Þegar er búið að bóka Halla og Þórunni á Ísafirði til að spila og syngja á ballinu. Þau hafa m.a. annast tónlistina á Ögurballinu fræga í Ísafjarðardjúpi undanfarin ár, auk þess að spila á óteljandi dansleikjum á Ísafirði og víðar á liðnum árum. Einnig hefur Harpa fengið Örn Árnason leikara til að annast veislustjórn líkt og hann gerði á Reykhólum árið 2008 þegar hann sló rækilega í gegn.

 

Undanfarin ár frá því að héraðshátíð Reykhólahrepps var komið á laggirnar hefur hún verið síðustu helgina í ágúst. Fyrstu árin var talað um Reykhóladaginn, enda var hátíðin þá aðeins einn dag, en á síðasta ári stóðu Reykhóladagarnir frá föstudegi og fram á sunnudag.

 

Verið er að skoða samvinnu við Ólafsdalshátíðina, sem verður sunnudaginn 7. ágúst. Þar kemur fram meðal annars Leikhópurinn Lotta. Ólafsdalshátíðin var haldin í fyrsta sinn sumarið 2008 (myndasyrpa).

 

Fyrir liggur að Gauti Eiríksson kennari frá Stað á Reykjanesi sér um spurningakeppni á föstudagskvöldinu. Hann er þrautreyndur í þeim efnum, bæði syðra og á fyrri hátíðum á Reykhólum.

 

Laugardagurinn 6. ágúst er messudagur í Flatey á Breiðafirði. Harpa er í viðræðum við sóknarnefndina þar um að hafa messuna um morguninn. Jafnframt er hún að skoða möguleikana á ferðum út í Flatey til að sem flestir geti brugðið sér þangað og verið við messuna og notið þess einnig á annan hátt að skjótast út á Breiðafjörðinn og koma í höfuðstað hans.

 

Sjá einnig:

22.02.2011  Harpa frá Stað ráðin í nýja stöðu ferðamálafulltrúa

 

Athugasemdir

Herdís Erna, fstudagur 04 mars kl: 08:33

Þetta líst mér vel á að það sé búið að flýta deginum og tengja hann við Ólafsdalsh ,en ein spurnig verður lita þeman ekki líka í ár eins og í fyrra og sömu litir það gerði svo mikið og var gaman að sjá hvað fólk var duglegt að skreyta og sv má ekki gleyma súpunni sem vakti ekkert smá lukku ,þetta verður glæsilegur hjá þér Harpa kveðja Herdís

Hanna Lára, fstudagur 04 mars kl: 09:43

Frábært :) líst vel á þetta og já sammála Herdísi. :) súpan var mjög góð og það var gaman að sjá öll skreyttu húsin.

Harpa Eiríksdóttir, fstudagur 04 mars kl: 10:09

Litaþeman verður sú sama og í fyrra. Mér fannst hún slá í gegn og gaman að sjá hve margir tóku þátt. Ef áhugi er fyrir hendi hjá fólki fyrir að hafa súpu þá verður það einnig í boði.
Einnig langar mig að dráttarvélakeppnin og pabbakeppnin og þörungarhlaupið verði aftur, í einhverskonar furðuleikakeppnissniði og langar endilega að heyra frá sem flestum um það hvort það sé eitthvað sem er áhugi fyrir því, einnig að gera það að árlegum viðburði með farandbikar sem kæmi úr sveitinni.

Herdís Erna, fstudagur 04 mars kl: 11:11

svo er alveg spurning hvort ætti ekki hvetja fólk að fara að búa einhvað til fyrir þennan dag til að selja eða sýna ,fá krakkana í skólanum til að gera einhvað verkefni um sveitinna til að vera með til sýnis , já það er ekki spurning með súpuna fólk var mjög ánægt með hana í fyrra lukkaðist vel ,

Sig. Torfi, laugardagur 05 mars kl: 13:05

Góð ákvörðun að færa Reykhóladaginn framar, það væri sniðugt að opna hugmyndabanka í tíma...
Þetta á eftir að lukkast vel, hef fulla trú á Hörpu í þessa, en það er vissulega verðugt verkefni að toppa daginn í fyrra, og þar spila veðurguðirnir stóra rullu....

Solla Magg, mivikudagur 23 mars kl: 16:47

Til lukku með nýja starfið Harpa mín . Já ég vona svo sannarlega að það verði súpa á Reykhóladaginn. Mér finnst frábært að það skuli vera búið að færa þennan Reykhóladag það var kominn tími til held ég . Það geta allir gert eitthvað skemmtilegt og kanski gott að koma með alskonar uppástungur og setja þær í hugmyndabankann. Gangi ykkur vel Reykhólabúar ..

Sólrún Ósk Gestsdóttir, laugardagur 26 mars kl: 22:43

Hlakka til að koma !

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30