Reykhólahéraðsvefur í myndasafni Árna Geirssonar
Lengi hefur verið tengill hér á vefnum á syrpur mynda sem Árni Geirsson verkfræðingur hefur tekið á flugi á vélknúnum svifvæng yfir Reykhólahreppi og Reykhólum. Hann hefur nú sett syrpurnar sínar úr héraðinu á sérstaka slóð í myndasafni sínu jafnframt því sem hann hefur bætt einni syrpu við. Þar eru reyndar myndir teknar á jörðu niðri í smalamennsku í Reykhólasveit fyrir viku og margar þeirra landslags- og náttúrumyndir. Athygli þeirra sem hafa ekki tekið eftir hinum einstöku loftmyndum Árna er hér með vakin á þeim.
Myndir Árna á nýju slóðinni er að finna, eins og myndir hans hingað til, undir Ljósmyndir > Ýmis myndasöfn > Árni Geirsson í valmyndinni vinstra megin.
Sjá einnig:
23.12.2010 Frábærar loftmyndir frá Reykhólum
08.05.2008 Frjáls eins og fuglinn yfir Reykhólasveit
Bergsveinn G Reynisson, mnudagur 26 september kl: 15:03
Frábærar myndir, veit um vef ummsjónar fólk sem sár öfundar okkur af því að eiga svona góðar myndir af okkar heima slóðum, teknar frá svona frábæru sjónarhorni.