Tenglar

26. desember 2011 |

Reykhólahöfn: Smábátabryggja og dýpkun á döfinni

Nýi garðurinn sem ver höfnina á Reykhólum fyrir norðaustanáttinni.
Nýi garðurinn sem ver höfnina á Reykhólum fyrir norðaustanáttinni.
1 af 2

Í drögum að nýrri fjögurra ára samgönguáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi er gert ráð fyrir fjárveitingu árið 2013 upp á 20,1 millj. króna til dýpkunar í Reykhólahöfn og til þess að útbúa þar aðstöðu fyrir smábáta. Samkvæmt frumáætlun Siglingastofnunar er kostnaður við dýpkunina 18 milljónir og kostnaðurinn við gerð flotbryggju fyrir smábáta 10 milljónir eða samtals 28 milljónir til verkanna beggja. Þar af myndi ríkið greiða 90% en Reykhólahreppur 10%.

 

Í áætluninni er 25,5% vsk. meðtalinn en upphæðin fer niður í 22,3 milljónir eftir að búið er að draga hann frá. Framlag ríkisins er 90% af þeirri upphæð eða 20,1 millj. króna.

 

Gert er ráð fyrir dælingu á 7.000 rúmmetrum af efni vegna dýpkunar innan hafnarinnar. Á 2.200 fermetra svæði yrði dýpkað niður í 4,5 metra og á 1.800 fermetra svæði niður í tvo metra. Gert er ráð fyrir 20 metra langri flotbryggju fyrir smábáta.

 

Miklar hafnarbætur voru gerðar á Reykhólum á síðari hluta síðasta árs. Þá var gerður þar voldugur varnargarður sem ver höfnina fyrir ríkjandi norðaustanátt.

 

Sjá einnig:

09.12.2010  Varnargarður við Reykhólahöfn er nánast bylting

 

Athugasemdir

Þorgeir Samúelsson, mnudagur 26 desember kl: 23:45

Guð láti gott á vita..segi ég nú bara......

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30