Tenglar

17. ágúst 2015 |

Reykhólahreppi gefst kostur á þátttöku í Útsvari

Í fyrra var tekinn upp sá háttur, að dregið er úr hópi fámennra sveitarfélaga til að taka þátt í spurningakeppninni Útsvari, sem verður í Sjónvarpinu núna í vetur níunda árið í röð. Úr hópi fámennustu sveitarfélaganna hefur Reykhólahreppur verið dreginn út til þátttöku að þessu sinni. Sveitarfélögin sem keppa í vetur í Útsvari eru 24 eins og verið hefur síðustu ár. Þau átta lið sem komust í fjórðungsúrslit síðast eru sjálfkrafa með þennan veturinn en hin sextán eru dregin út eftir stærð sveitarfélaga.

 

Ef forsvarsmenn Reykhólahrepps vilja taka þátt í keppninni þarf að staðfesta það sem allra fyrst, helst í þessari viku. Keppnin hefst föstudaginn 11. september.

 

Fólk sem vill gefa kost á sér til keppni í Útsvari fyrir hönd Reykhólahrepps, eða koma á framfæri tillögum um keppendur fyrir hönd hreppsins, er beðið að gera það allra næstu daga. Síminn á skrifstofu Reykhólahrepps er 430 3200 og netfangið hjá sveitarstjóra er sveitarstjori@reykholar.is.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30