Tenglar

29. október 2016 | Umsjón

Reykhólahreppur: Kjörsókn minni en síðast

Riðið í hlað á kjörstað. Ljósm. SR.
Riðið í hlað á kjörstað. Ljósm. SR.

Kjörsókn í Reykhólahreppi í alþingiskosningunum var 70,4%, en í síðustu þingkosningum vorið 2013 var hún 75,6%. Á kjörskrá núna voru 196, þar af 103 karlar og 93 konur. Á kjörstað kusu 114 eða 58,2%, en atkvæði utan kjörfundar voru 24. Alls kusu því 138 manns. Stærri hluti karla en kvenna kaus á kjörstað í dag eða 65 á móti 49 konum. Atkvæði utan kjörfundar voru hins vegar fleiri frá konum en körlum eða 14 á móti 10.

 

Kjörfundur á Reykhólum hófst kl. 10. Honum lauk kl. 18.09.

 

Líkt og víðar var veðrið á kjördag leiðinlegt, bæði rok og rigning. Á seinni árum hafa jafnan ýmsir komið á kjörstað á forntraktorum, en myndina tók kjörstjórnarmaðurinn Sveinn Ragnarsson af eina „forna“ farartækinu sem kom við sögu að þessu sinni. Guðmundur á Grund mætti á þessum virðulega Landróver og sótti síðan kaupmannshjónin og flutti þau á kjörstaðinn.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31