Tenglar

11. mars 2016 |

Reykhólahreppur: Mannfjöldinn stóð nánast í stað

Íbúum Reykhólahrepps fækkaði um einn á síðasta ári, samkvæmt endanlegum mannfjöldatölum 1. janúar 2016 sem Hagstofan birti í morgun. Á Reykhólum fjölgaði um þrjá en í dreifbýlinu fækkaði um fjóra.

 

Í Reykhólahreppi voru íbúarnir 267 um síðustu áramót en voru 268 þann 1. janúar 2015. Karlar voru 139 (fjölgaði um tvo) en konur voru 128 (fækkaði um þrjár).

 

Á Reykhólum voru íbúarnir 135 um síðustu áramót en voru 132 þann 1. janúar 2015. Karlar voru 71 (fjölgaði um fjóra) en konur voru 64 (fækkaði um eina).

 

Mannfjöldinn á Vestfjörðum (sveitarfélögin níu á Vestfjarðakjálkanum) var 6.883 um síðustu áramót en var 6.970 þann 1. janúar 2015. Þannig fækkaði íbúum kjálkans um 87 manns á síðasta ári.

 

Landsmenn voru 332.529 um síðustu áramót og hafði fjölgað um 3.429 frá 1. janúar 2015. Þetta jafngildir fjölgun landsmanna um 1%. Konum og körlum fjölgaði sambærilega á árinu og voru karlar 2.011 fleiri en konur 1. janúar 2015.

 

Mikil fólksfjölgun var á höfuðborgarsvæðinu, en þar voru íbúar 2.333 fleiri 1. janúar 2016 en ári fyrr. Það jafngildir 1,1% fjölgun íbúa á einu ári. Hlutfallslega varð fólksfjölgunin hins vegar mest á Suðurnesjum. Fólki fjölgaði einnig á Suðurlandi og Vesturlandi og mjög lítillega á Norðurlandi eystra. Fólki fækkaði á þremur landsvæðum, mest á Vestfjörðum eða um 1,2% en mjög lítillega á Austurlandi og Norðurlandi vestra.

 

Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.

 

Sjá hér upplýsingar (súlurit og töflu) um breytingar á mannfjölda í Austur-Barðastrandarsýslu (Reykhólahreppur hinn nýi frá 1987) á árabilinu frá 1901 til 2010.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31