Reykhólahreppur auglýsir til úthlutunar 2 lóðir í Flatey
Reykhólahreppur auglýsir til úthlutunar tvær lóðir í Flatey.
Um er að ræða tvær lóðir sem báðar eru á skilgreindu athafnarsvæði við ferjuhöfn Flateyjar skv. gildandi aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018 en um lóðirnar gildir deiliskipulag fyrir byggingu á geymslu- og starfsmannahúsum á athafnasvæði við Tröllenda í Flatey, en deiliskipulagið var birt í B-deild Stjórnartíðinda þann 24. nóvember 2016.
Umræddar lóðir eru eftirfarandi:
-
Tröllendi 1, leigulóð, 492 m2 stærð, landnr. 225026. Á lóðinni má byggja allt að 120m2 hús á einni hæð, auk 20m2 geymslu, allt skv. sérskilmálum í deiliskipulagi.
Verð byggingaréttar kr. 2,7 millj.
-
Tröllendi 2, leigulóð, 57 m2 stærð, landnr. 225027. Endurbyggja skal 32 m2 geymsluskúr sem var á lóðinni skv. sérskilmálum í deiliskipulagi.
Verð byggingaréttar kr. 800 þús.
Samkvæmt skilmálum Reykhólahrepps um lóðaúthlutanir skulu umsækjendur tilgreina með glöggum hætti byggingaráform sín og framkvæmdahraða og verður lagt mat á þarfir umsækjanda til lóðar við úthlutun. Til að umsókn teljist gild skulu umsækjendur greiða kr. 20.000 í staðfestingargjald og þá skulu þeir jafnframt leggja fram skriflega staðfestingu frá banka eða lánastofnun um greiðsluhæfi og/eða möguleika á lánafyrirgreiðslu vegna fyrirhugaðrar húsbyggingar. Skal í staðfestingunni koma fram að umsækjandi geti fjármagnað 100% kostnaðar fyrirhugaðrar húsbyggingar.
Deiliskipulag á Tröllenda, úthlutunarskilmálar og umsóknareyðublað er aðgengilegt á vef sveitarfélagsins www.reykholar.is. Umsókn skal senda á Stjórnsýsluhús Reykhólahrepps, Maríutröð 5a, 380 Reykhólahreppi, eða á netfangið sveitarstjori@reykholar.is. Umsóknarfrestur er til og með 4. apríl.2017.
Hér eru tenglar á úthlutunarskilmála og umsókn um byggingarlóð.
Vinsamlega athugið, villa er í prentuðum auglýsingum um lóðirnar, lóðin Tröllendi 2 er sögð 82,5 m2 en á að vera 57 m2.
Haft verður samband við hlutaðeigandi umsækjendur.
Sveitarstjóri