Tenglar

16. mars 2012 |

Reykhólahreppur eftirbátur Þörungaverksmiðjunnar

Björn Kristjánsson, Thorverk.
Björn Kristjánsson, Thorverk.
1 af 5

Þegar þetta er ritað hafa níu starfsmenn Þörungaverksmiðjunnar skráð sig í Mottumars og tveir hjá Reykhólahreppi. Hjá starfsmönnum verksmiðjunnar hafa safnast 28 þúsund krónur en hjá Reykhólahreppi 9 þúsund krónur. Því er þessa getið hér núna, að í dag er mottudagurinn þegar Mottumars er hálfnaður.

 

Eins og hér kom fram er því liði sem meira safnar heitið viðurkenningu í lok mánaðar, sem og bestu mottunni.

 

Rétt er að taka fram, að þátttaka er ekki einskorðuð við karlmenn. Konur geta líka verið með - geta límt á sig yfirskegg, málað það á sig, haldið penna þversum undir nefinu eða notað einhverjar aðrar aðferðir (sjá t.d. myndir nr. 4 og 5, teknar af Mottumars-vefnum). Myndir nr. 1-3 eru hins vegar af þátttakendum í Þörungaverksmiðjunni (Team Thorverk).

 

Mestu skiptir samt að vera með á þann hátt að leggja verkefninu lið með framlagi þó að það þurfi ekki að vera stórt. Einfalt er að fara inn á liðin og einstaklingana á mottumars-vefnum og senda sms skv. leiðbeiningum sem þar eru, en upphæðin dregst síðan frá næsta símareikningi.

 

Þessa dagana eru tveir mottumars-borðar hér efst á forsíðunni (sjást ekki þegar verið er inni í fullri frétt), annar með tengli á lið Þörungaverksmiðjunnar, hinn með tengli á lið Reykhólahrepps. Þessir borðar birtast af handahófi til skiptis þegar farið er inn á vefinn hverju sinni eða þegar hann er endurræstur. Líka er hægt að smella hér:

 

Reykhólahreppur

Team Thorverk

 

Þeir sem vilja geta sent mynd og kennitölu í netpósti til umsjónarmanns þessa vefjar og látið hann um skráningu.

 

Miðvikudaginn 21. mars fara þeir sem hafa safnað 14.000 kr. eða meira í pott og getur einn unnið flugferð fyrir tvo með WOW air. Um leið fara þau lið sem hafa safnað 30.000 kr. eða meira í pott og getur eitt lið unnið veglega grænmetiskörfu frá Íslensku grænmeti. Dregið verður í Virkum morgnum á Rás 2.

 

Karlmenn eru ekki kartöflur - stutt myndskeið á YouTube

  

Mottumars-vefurinn

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30