Tenglar

5. desember 2011 |

Reykhólahreppur kaupir landið undir Reykhólaþorpi

Ingibjörg Birna, Jón Bjarnason og Andrea við undirskriftina.
Ingibjörg Birna, Jón Bjarnason og Andrea við undirskriftina.
1 af 5

Samningur um kaup Reykhólahrepps á landinu undir Reykhólaþorpi af ríkinu var undirritaður á laugardag. Þetta eru um 98 hektarar lands og kaupverðið rétt tæplega 17,5 milljónir króna. Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ásamt Árna Snæbjörnssyni aðstoðarmanni sínum (sem er frá Stað í Reykhólasveit) og fulltrúar hreppsins, þau Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri, Andrea Björnsdóttir oddviti og Sveinn Ragnarsson formaður skipulagsnefndar, hittust á miðri leið milli Reykjavíkur og Reykhóla í veitingaskálanum Baulu í Borgarfirði til þess að skrifa undir. Þar með standa Reykhólar loksins á eigin landi.

 

Undanskilið í kaupunum eru kirkjugarðurinn, lóð Reykhólakirkju, lóð Prestshússins að Hellisbraut 4 og lóð prestsfjárhúsanna neðan við Prestshúsið, en þessar eignir eru ekki á forræði landbúnaðarráðuneytisins þótt þær séu í ríkiseigu. Kaup þessi hafa verið lengi á döfinni en frumkvæðið kom frá Reykhólahreppi. Gatan Maríutröð sem liggur gegnum þorpið er eftir sem áður þjóðvegur á forræði Vegagerðarinnar.

 

Mynd nr. 5 varðar ekki kaupin á landinu heldur er hún einfaldlega tekin til gamans við þetta tækifæri. Þar er Ingibjörg Birna með börnum sínum ásamt ráðherranum.

 

Athugasemdir

Björg Karlsdóttir, mnudagur 05 desember kl: 18:00

Eru þetta ekki frábærar fréttir og það á afmælisdegi sveitarstjórans okkar, hennar Ingu Birnu. Til hamingju Reykhólabúar! Til hamingju með daginn Inga Birna!

Einar Örn Thorlacius, mnudagur 05 desember kl: 19:33

Hamingjuóskir Reykhólabúar og Inga Birna!

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30