Tenglar

25. september 2014 | vefstjori@reykholar.is

Reykhólahreppur líka sýknaður í Hæstarétti

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Vestfjarða frá 24. október 2013, þar sem Reykhólahreppur var sýknaður af öllum kröfum Gylfa Þórs Þórissonar. Gylfi Þór stefndi hreppnum vegna meintrar ólögmætrar riftunar á ráðningu hans í stöðu sveitarstjóra árið 2010 og krafðist liðlega 40 milljóna króna í skaða- og miskabætur auk vaxta og dráttarvaxta.

 

Krafan var reist á því, að samið hefði verið um ráðningu hans sem sveitarstjóra tiltekinn dag og þannig komist á ráðningarsamband milli aðila, sem síðar hefði verið rift með ólögmætum hætti ellegar ráðningin ólöglega afturkölluð.

 

Talið var að ákvæði sveitarstjórnarlaga, sem áskildu að samningur um ráðningu framkvæmdastjóra sveitarfélags skyldi vera skriflegur, væru augljóslega sett til verndar hagsmunum og gætu því aðeins skuldbundið sveitarfélagið, að gengið væri frá samningnum í samræmi við þau fyrirmæli. Þegar af þeirri ástæðu var fallist á með Reykhólahreppi að ekki hefði stofnast samningur milli aðila um ráðningu Gylfa svo að skuldbindandi væri fyrir hreppinn.

 

 Dóma Héraðsdóms Vestfjarða og Hæstaréttar má lesa hér

 

Sjá einnig:

Ráðning í stöðu sveitarstjóra gengur til baka

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31