Reykhólahreppur meðal stofnenda Ólafsdalsfélagsins
Fjöldi fólks sótti Ólafsdalshátíðina um fyrri helgi, þar sem endurreisn skólasetursins gamla í Ólafsdal við Gilsfjörð var formlega hafin. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra undirritaði þar yfirlýsingu um að Ólafsdalsfélagið ses. fái staðinn til umsjár og gengið var frá samstarfi félagsins við Landbúnaðarsafn Íslands. Þess má geta að Reykhólahreppur er meðal stofnenda félagsins með eitt hundrað þúsund króna framlagi. Ólafsdalur skipar virðulegan sess í íslenskri atvinnusögu því að þar var fyrsti búnaðarskóli landsins settur á fót árið 1880.
Nánar hér um Ólafsdal, búnaðarskólann gamla, Ólafsdalsfélagið og hátíðina.
Óskar Steingrímsson sveitarstjóri Reykhólahrepps var á hátíðinni og tók fjölda skemmtilegra mynda. Þær má skoða undir Ljósmyndir > Myndasyrpur > Ólafsdalshátíð í valmyndinni til vinstri en nokkur sýnishorn fylgja hér.