Reykhólahreppur þrítugur
Þriðjudaginn 4. júlí verður sveitarfélagið okkar 30 ára og að því tilefni ætlum við að gera okkur glaðan dag og fagna tímamótunum í Hvanngarðabrekku á Reykhólum. Hátíðarhöldin hefjast kl. 17.00 og standa fram eftir kvöldi.
Dagskrá:
-
Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri setur samkomuna.
-
Grill að hætti hreppsnefndar; grillkjöt, kartöflusalat, hrásalat, sósa og meðlæti. Drykkir á staðnum.
-
Brekkusöngur.
-
Karl Kristjánsson varaoddviti les upp ágrip af sögu sveitarfélagsins.
-
Tónlistaratriði.
-
Leikskólalögin.
-
Gamanmál og grín – 3 aðfluttir sveitungar segja frá fyrstu kynnum sínum af sveitinni, fólkinu og samfélaginu.
-
Nammitrúðarnir færa börnunum sápukúlur og sleikjó.
-
Vilberg Þráinsson oddviti slítur samkomunni en afmælisgestum er frjálst að sitja í brekkunni áfram.
Athugið eftirfarandi:
-
Hátíðargestir eru vinsamlega beðnir um að koma með sólstóla og borð eða teppi til að sitja á við snæðing.
-
Þeir sem eiga geta kippt með sér útilegudóti (mataráhöldum) en það verða líka plastdiskar og þ.h. í garðinum.
-
Þá er ágætt að taka einhver létt leikföng fyrir yngstu börnin.
-
Plan B: Ef veðurspáin er óhagstæð fyrir 4. júlí, verður samkoman flutt inn í íþróttahús, en allar horfur eru á að það verði meinleysisveður.
Verið öll hjartanlega velkomin í afmæli Reykhólahrepps!
Sveitarstjórn Reykhólahrepps;
Vilberg Þráinsson oddviti, Karl Kristjánsson varaoddviti, Ágúst Már Gröndal,
Áslaug Berta Guttormsdóttir og Sandra Rún Björnsdóttir.