Tenglar

8. október 2013 | vefstjori@reykholar.is

Reykhólakirkja böðuð bleiku ljósi

Reykhólakirkja í nýju ljósi.
Reykhólakirkja í nýju ljósi.

Eins og venjulega á seinni árum er október helgaður baráttunni gegn krabbameini hjá konum og bleika slaufan frá Krabbameinsfélagi Íslands seld um land allt til fjáröflunar. Til að minna á þetta er Reykhólakirkja böðuð bleiku ljósi eftir að skyggja tekur. Núna á föstudag er bleiki dagurinn svonefndi en þá hvetur Krabbameinsfélagið landsmenn til að sýna samstöðu með áberandi hætti, klæðast bleiku eftir því sem tök eru á og hafa bleika litinn í fyrirrúmi. Bleika slaufan fæst m.a. í versluninni Hólakaupum á Reykhólum og kostar kr. 2.000.

 

Meðal aðildarfélaga Krabbameinsfélags Íslands er Krabbameinsfélag Breiðfirðinga, sem spannar Dalabyggð og Reykhólahrepp. Formaður þess er Jóna Valgerður Kristjánsdóttir í Mýrartungu í Reykhólasveit.

 

Bleika slaufan

Krabbameinsfélag Íslands

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30