6. júní 2011 |
Reykhólakrakkar á „galakvöldi“ á Hólmavík
„Galakvöld“ var haldið hjá Grunnskólanum á Hólmavík í síðustu viku en þá buðu þrír elstu bekkir skólans krökkunum á Reykhólum í fínan kvöldverð og á ball. Galakvöldið var haldið í Bragganum og sáu foreldrar um veitingar og þjónuðu til borðs. Allir voru klæddir í sitt fínasta púss og skemmtu sér langt fram eftir nóttu. Eftir matinn byrjuðu krakkarnir á að dansa gömlu dansana enda vel að sér í þeim efnum en svo tók við trylltur diskódans. Um nóttina gistu krakkarnir í skólanum.
Þetta kemur fram á fréttavefnum strandir.is. Þar er jafnframt að finna fleiri myndir frá þessum viðburði.