Tenglar

13. nóvember 2013 | vefstjori@reykholar.is

Reykhólaprestakall lagt niður?

Reykhólakirkja / hþm.
Reykhólakirkja / hþm.

Kirkjuþing verður sett á laugardag. Meðal tillagna sem fyrir því liggja eru nýjar viðmiðunarreglur um fjölda prestsembætta og verður þeim fækkað talsvert verði reglurnar samþykktar. Á Vestfjörðum myndi þetta væntanlega bitna á tveimur prestaköllum, Þingeyrarprestakalli í Dýrafirði og Reykhólaprestakalli.

 

Þetta kemur fram á fréttavefnum bb.is á Ísafirði í dag.

 

Á leiðarþingi Vestfjarðaprófastsdæmis sem haldið var á Tálknafirði í gær voru þessi mál rædd.

 

„Ef þessi tillaga gengur eftir verður skorið niður um eina og hálfa stöðu á Vestfjörðum á næstu árum, en það var samdóma álit þeirra sem sóttu fundinn í gær að þeir myndu berjast af öllu afli gegn þessari tillögu,“ sagði sr. Leifur Ragnar Jónsson, sóknarprestur á Patreksfirði í samtali við bb.is. Hann sagði að ekki komi beinlínis fram í tillögunni hvar verði skorið niður, en ekki verði annað ráðið en að það verði á norðanverðum Vestfjörðum og á Reykhólum.

 

Í Reykhólaprestakalli eru sex kirkjusóknir, þ.e. Reykhólasókn, Staðarhólssókn, Garpsdalssókn, Gufudalssókn, Flateyjarsókn og Skarðssókn. Þarna er um að ræða allar sóknirnar fjórar í Austur-Barðastrandarsýslu og tvær í Dalasýslu.

 

► Öll fréttin hér á bb.is.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2024 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29