Tenglar

7. nóvember 2016 | Umsjón

Reykhólar: Hleðslustöð fyrir rafbíla

Mynd: wvsgroup.com.
Mynd: wvsgroup.com.

Orkusalan tilkynnti í síðasta mánuði að fyrirtækið hefði ákveðið að færa sveitarfélögum landsins rafbílahleðslustöð að gjöf. Nú er komið að Reykhólahreppi, og hefur fyrirtækið boðað komu starfsmanna með stöðina núna á miðvikudag.

 

Á vef Orkusölunnar segir:

 

Ísland er í lykil­stöðu til að leiða rafbíla­bylt­ingu heimsins. Því tekur Orku­salan af skarið og gefur öllum sveit­ar­fé­lögum landsins hleðslu­stöð fyrir rafbíla. Þetta gerum við með það að leið­ar­ljósi að auka þjón­ustu við rafbíla­eig­endur og gera þeim kleift að keyra hringinn í kringum landið, ávallt með fullan rafgeymi. Verk­efnið er einstakt á heims­mæli­kvarða og risa­stórt skref í átt að rafbíla­væddu Íslandi, með minni útblæstri og meiri virð­ingu fyrir nátt­úr­unni.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31