23. febrúar 2017 | Umsjón
Reykhólar: Kertavaxið í flokkunargáminn
Eins og hér kom fram safnar Lionsdeildin í Reykhólahreppi kertavaxi í þágu góðs málefnis. Núna er hægt að setja afgangsvax og kertastubba í lúguna fyrir fernur á flokkunargámnum á gámasvæðinu neðan við Reykhólaþorp og búið er að setja þar merki fyrir kertaafganga. Fólk er samt beðið að koma ekki með sprittkerti (litlu kertin í áldollunum, sjá mynd nr. 2) í þessum tilgangi.