Tenglar

28. janúar 2013 | vefstjori@reykholar.is

Reykhólar: Ljósnet Símans ekki komið á dagskrá

Um Ljósnetið: Skjáskot af vef Símans.
Um Ljósnetið: Skjáskot af vef Símans.

Í frétt á mbl.is í dag, þar sem vitnað er í tilkynningu frá Símanum, segir að á þessu ári muni 53 nýir þéttbýlisstaðir á landinu fá Ljósnet Símans. Reykhólar eru ekki þar á meðal. Ljósnetið hefur í för með sér meiri hraða, öflugra net og bætta sjónvarpsþjónustu. „Þegar búið verður að uppfæra þessa staði [sjá upptalningu hér fyrir neðan] standa aðeins 1,4% landsmanna án fullrar sjónvarpsþjónustu hjá Símanum,“ segir í fréttinni. Þegar Reykhólavefurinn spurðist fyrir um það hjá Símanum hvenær þessara framfara megi vænta á Reykhólum og í Reykhólahreppi barst eftirfarandi svar:

 

  • Eins og staðan er í dag eru það bara þeir staðir sem tilgreindir voru í fréttinni sem verða tengdir á þessu ári. Það fer þó eftir því hversu vel okkur gengur hvort við bætum fleiri stöðum við en það er eitthvað sem tíminn verður að leiða í ljós.

 

Mbl.is vitnar í eftirfarandi ummæli forstjóra Símans í tilkynningunni: 

  • Við vitum hve mikilvægt er fyrir sveitarfélög landsins að sitja ekki eftir á tækniöld, því fjarskipti skipa lykilsess í grósku samfélaga og farsæld fyrirtækja. Við gerum því okkar besta svo fjarskiptin stýri ekki byggðaþróuninni í landinu heldur skapi tækifæri fyrir landsmenn að hasla sér völl þar sem þeir vilja helst.

 

Staðirnir 53 sem ákveðið hefur verið að tengja Ljósnetinu eru skv. upptalningu í fréttinni:

 

Akranes, Keflavík, Njarðvík, Selfoss, Vestmannaeyjar, Hveragerði, Þorlákshöfn, Garður, Sandgerði, Eyrarbakki, Kjalarnes, Hvolsvöllur, Stokkseyri, Hella, Hafnir, Ísafjörður, Húsavík, Sauðárkrókur, Siglufjörður, Dalvík, Blönduós, Ólafsfjörður, Hrafnagil, Egilsstaðir, Höfn, Neskaupstaður, Reyðarfjörður, Stykkishólmur, Ólafsvík, Eskifjörður, Bolungarvík, Seyðisfjörður, Grundarfjörður, Vopnafjörður, Fáskrúðsfjörður, Patreksfjörður, Hellissandur, Hvammstangi, Skagaströnd, Vík, Djúpavogur, Flúðir, Þórshöfn, Bakkafjörður, Stöðvarfjörður, Breiðdalsvík, Búðardalur, Tálknafjörður, Suðureyri, Þingeyri, Flateyri, Bíldudalur og Hnífsdalur.

 

Fréttin á mbl.is

 

Athugasemdir

Guðjón D. Gunnarsson, mnudagur 28 janar kl: 21:57

Við vorum nógu góð til að leggja til land undir ljósleiðarann, eftir endilöngum hreppnum, á annað hundrað kílómetra, með tilheytandi raski og óþægindum.
En við erum ekki nógu merkileg til að fá tengingu. Fyrirlitlegt.

Eyvindur, rijudagur 29 janar kl: 07:29

Við höldum bara áfram að morsa

Sig.Torfi, fimmtudagur 31 janar kl: 02:40

Við fengum nú ekki ADSL tengingu á sínum tíma fyrr en Snerpa var búin að setja upp sambærilega nettengingu, þannig að eflaust værum við enn með "innhringi módemið" ef Snerpa hefði ekki komið. Mér skilst á þeim sem til þekkja að þannig vinni Síminn, því miður...

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31