27. mars 2015 |
Reykhólar: Neysluvatnið reyndist í lagi
Eins og hér kom fram fundust E. coli gerlar í neysluvatnssýni sem tekið var á Reykhólum í síðustu viku. Núna liggur fyrir niðurstaða úr endurtekinni sýnatöku á mánudaginn og fannst ekkert athugavert við vatnið.